fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Biðin er á enda – Herjólfur formlega afhentur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við móttökuathöfn í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum fyrr í dag var nýr Herjólfur formlega afhentur Vestmanneyingum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, nefndi þar formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu– og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp. Í ávarpi hans kom fram að með nýjum Herjólfi væri vonað að samgöngur milli Vestmannaeyja og meginlandsins yrðu betri. Þar benti hann jafnframt á að aldrei hefði annað komið til greina en að Herjólfur gengi fyrir umhverfisvænni orku þar sem orkuskipti eru ein af megináhersluatriðum ríkisstjórnarinnar.

Einnig fluttu ávörp, forstjóri Vegagerðarinnar, formaður bæjarráðs og fulltrúi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.

Prestur Landakirkju blessaði svo skipið.

Afhendingu ferjunnar hefur verið beðið með óþreyju eftir að skipasmíðastöðin Christ S.A ákvað að krefjast hærra gjalds en samið hafði verið um. Afhendingu ferjunnar var því frestað á meðan reynt var að ganga frá samkomulagi.

En allt gekk upp að lokum og DV óskar Eyjamönnum til hamingju með nýjan Herjólf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2