fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Eigandi Cardiff City kaupir Icelandair Hotels

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. maí 2019 08:16

Reykjavík Natura er eitt hótela Icelandair Hotels sem er í eigu malasísks fyrirtækis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er verið að leggja lokahönd á gerð kaupsamnings á milli dótturfélags malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation og Icelandair Hotels. Félagið kaupir 80% hlut í hótelkeðjunni.

Viðskiptablað Morgunblaðsins skýrir frá þessu í dag. Icelandair Group setti hótelkeðjuna í sölu á síðasta ári og ætlaði að selja hana í heild. Nú liggur fyrir að Icelandair Group mun halda fimmtungshlut í hótelkeðjunni.

Stofnandi Berjaya Corporation er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan en hann á meðal annars enska knattspyrnufélagið Cardiff City sem landsliðsfyrirliðinn Aron Gunnarsson hefur leikið með á undanförnum árum.

Icelandair Hotels á 23 hótel víða um land. 10 þeirra eru sumarhótel. Félagið vinnur einnig að uppbyggingu hótels við Austurvöll.

Í febrúar var tilkynnt um kaup Berjaya Corporation á Geirsgötu 11 í Reykjavík fyrir 1,6 milljarð króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti