fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ný könnun – Fleiri eru andvígir þriðja orkupakkanum en hlynntir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. maí 2019 07:50

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega helmingur þeirra, sem tók afstöðu í nýrri könnun, er andvígur því að þriðji orkupakkinn verði samþykktur á Alþingi. 48,7% eru andvíg samþykkt orkupakkans, 29,6% eru hlynnt því og 21,7% eru hlutlaus.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Fram kemur að niðurstaðan sé svipuð og í könnun Zenter frá því í desember síðastliðnum.

Þegar svör allra eru skoðuð segist stærsti hópurinn, 36,3%, ekki vita hvort hann er með eða á móti samþykkt orkupakkans. Þegar öll svör eru tekin með þá sögðust 30,5% vera andvíg orkupakkanum, 18,5% hlynnt honum, 13,6% hlutlaus og rúmlega eitt prósent aðspurðra vildi ekki svara.

Þegar fólk var spurt hversu vel það hefði kynnt sér þriðja orkupakkann sögðu 32,1% að þau hefðu ekki kynnt sér hann og 26,5% sögðust hafa kynnt sér hann illa. 22,2% sögðust hafa kynnt sér hann vel og 19,2% hvorki vel né illa.

Stuðningur fólks við þriðja orkupakkann eykst eftir því sem fólk hefur kynnt sér málið betur segir í umfjöllun Fréttablaðsins. 46% þeirra sem sögðust hafa kynnt sér hann vel sögðust samþykk samþykkt hans en hjá þeim sem hafa hvorki kynnt sér málið vel eða illa var hlutfallið 26% og 19% hjá þeim sem hafa kynnt sér það illa. Hjá þeim sem ekki hafa kynnt sér það er hlutfallið 12%.

Úrtakið í könnuninni var 2.500 manns og var svarhlutfallið 57,7%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt