fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Kennslustund í pólitík – „Geðþóttamiðuð, sérhagsmunadrifin og forheimskandi“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. maí 2019 07:59

Alþingi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stutt saga um næstum því allt er yfirskrift greinar sem Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar í Morgunblaðið í dag. Þar segir hann frá kennslustund, sem hann fékk áður en hann settist á þing, um hvernig pólitík virkar.

„Hver veitti mér þessa kennslustund skiptir hér minna máli og læt því duga að segja að hún kom frá áhrifamiklum stjórnmálamanni í öðrum flokki sem ég bar mikla virðingu fyrir.“

Segir Björn í upphafi greinarinnar. Því næst víkur hann að fyrstu tveimur greinunum í grunnstefnu Pírata sem kveða á um að þeir leggi áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í þessu felst að þeir móta stefnu sína á grunni gagna og þekkingar sem aflað er óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir eru talsmenn hennar.

Þetta segir Björn að sé grunnstefið í allri hans vinnu á þingi.

„Ég spyr mig stöðugt, í öllum málum, hvort rökin gangi upp. Það má ekki skipta máli hver leggur rökin fram og það verður að skoða þau í samhengi hlutanna.“

Segir hann og víkur síðan aftur að fyrrnefndri kennslustund:

„Umrædd kennslustund var stutt og hnitmiðuð og hljómaði svona: „Við veljum bara þau rök sem henta okkar málflutningi.““

Björn segist hafa orðið orðlaus þegar hann heyrði þetta því rökleysa sem þessi geti ekki gengið upp.

„Þarna var lagt upp með að flokkarnir gætu bara valið sér rök úr umræðunni og í kjölfarið væru kappræður um hvaða rök ynnu almenningsálitið. Ekkert um það hvort rökin stæðust skoðun, rýni eða ættu við staðreyndir að styðjast.“

Segir hann og heldur áfram:

„Ég var smátíma að púsla því saman sem ég lærði þarna, að svona virkaði pólitíkin. Ekki staðreyndamiðuð. Ekki rökræðumiðuð. Ekki gagnadrifin. Heldur geðþóttamiðuð, sérhagsmunadrifin og forheimskandi.“

Segir Björn og bætir við að þetta hefði ekki átt að koma honum á óvart og hafi ekki gert en eitt sé að gruna svona lagað og annað að heyra þetta sagt beint út.

„Síðan þá hef ég séð ótal dæmi um hvernig svona pólitík raungerist og enginn einn er saklaus í því.“

Segir hann og bætir við að markmið pistilsins sé ekki að benda á ákveðin dæmi heldur miðla þessari lexíu sem hann fékk svo fólk geti kannski betur gert sér grein fyrir hvenær stjórnmálamenn eru nákvæmlega í þessari keppni um hvaða rök hljóma best.

„Ekki hvaða rök eru rétt.“

Segir hann og lýkur pistlinum með eftirfarandi orðum:

„Keppni í áróðri. Þegar slík keppni er í gangi er best að taka öllu með heilbrigðum fyrirvara, frá öllum málsaðilum. Stundum taka allir þátt í þeirri keppni nefnilega, stundum enginn. Stundum er einhver að nota réttu rökin án þess að vita það og stundum hafa allir rétt fyrir sér eða allir rangt fyrir sér. Það er ekki til nein töfralausn sem segir manni hvenær hentisemin eða sérhagsmunirnir ráða för í pólitík. Sérstaklega ekki þegar traust á Alþingi og stofnanir er eins lítið og það er. Það er erfitt að sjá hver hefur rétt fyrir sér, sérstaklega þegar hávaðinn er mikill.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus