fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Nágrannar deila – Sveitarfélagið Ölfus vill ekki láta Hveragerði eftir landspildu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. maí 2019 07:46

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að Hveragerði sé innilokað sveitarfélag því Sveitarfélagið Ölfus umlykur bæinn. Meðal annars á Ölfus allt land austan Varmár. Bæjarstjórn Hveragerðis hefur óskað eftir að þessir alltumlykjandi nágrannar láti Hvergerðingum eftir spildu austan við bæinn en spildan nær frá Varmá að fjallsrótum.

Erindi var fyrst sent til nágrannanna í Ölfusi 2015 og aftur í maí 2016. Bæjarráð Ölfuss hafnaði þessari umleitan nágranna sinna. Bæjarráð Hveragerðis segir í bókun vegna málsins að hagsmunir íbúa séu ekki hafði að leiðarljósi hjá Sveitarfélaginu Ölfusi með þessari höfnun. Þá lýsir bæjarráð vonbrigðum sínum með afstöðu bæjarfulltrúa í Ölfusi til beiðninnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Segir að í bókun bæjarráðs sé minnt á að það geti ekki verið slæmt að ræða málin með það að markmiði að ná niðurstöðu sem allir geta sætt sig við.

„Það hafa bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar ítrekað gert þegar kemur að því að veita íbúum í dreifbýli Ölfuss þjónustu.“

Segir í bókun bæjarráðs þar sem vísað er til samkomulags sveitarfélaganna um að börnum í dreifbýli Ölfuss bjóðist leikskólavist í Hveragerði til jafns við Hvergerðinga.

„Slíkt samkomulag var gert því hagsmunir íbúa voru hafðir að leiðarljósi.“

Óskar bæjarráð Hveragerðis því eftir að nágrannarnir endurskoði málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“