fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Vinur Kristínar meiddist á fæti: Martröð beið hans í heilbrigðiskerfinu – „Ekki núna, var svarið, kannski seinna“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. maí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju er kerfið svona? Ef við­komandi er ekki dauð­vona er engin leið að komast til sér­fræðings án þess að kúldrast sár­þjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni?“ spyr Kristín Þorsteinsdóttir, útgefandi Fréttablaðsins í leiðara blaðsins í dag.

Í leiðaranum segir Kristín frá „fílhraustum“ vini sínum sem meiddist á fæti og þeirri hörmung sem beið hans í heilbrigðiskerfinu.

„Hann hringdi á nokkra staði full­viss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með til­vísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsu­gæsluna og fáðu tíma hjá heimilis­lækninum. Þú færð til­vísun frá honum ef þetta er al­var­legt. Á heilsu­gæslunni var svarið að heimilis­læknirinn væri bókaður, í fríi og á ráð­stefnum eigin­lega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunar­fræðing. Frá­bært.“

Við tók þá klukkutíma bið samkvæmt Kristínu. Þá settist vinur hennar loks á stól í her­bergi hjúkrunar­fræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn.

„Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. „Ekki núna, var svarið, kannski seinna,“

„Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjöl­skyldunni,“ sagði vinurinn, „er þá ó­mögu­legt að fá lækni til að líta á fótinn?“
„Sjáum til,“ sagði hjúkrunar­fræðingurinn.

Allir tapa

„Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnu­fé­lagi benti honum á lækna­vaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukku­tíma bið, komdu eftir kvöld­mat, þá er oft ró­legra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöld­mat. Konan bak við glerið sagði af­sakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim.

Morguninn eftir var hringt frá heilsu­gæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist lækna­nemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt lík­legt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að á­vísa á lyf og vísaði hvorki til sér­fræðings né mynda­töku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur.

Nú hefur vinur minn brutt verkja­lyf og bólgu­eyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa.“

Kristín segir að allt hafi farið vel hjá manninum að lokum. Eftir enn eina andvökunóttina fór hann á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. Þó var samviskan farin að naga hann svolítið yfir að sitja með bein­brotnum og bráð­veikum, þegar hans mál hefði getað verið af­greitt með ein­faldari hætti.

„Hvernig varð svona stirð­busa­legt bákn til í 330 þúsund sálna sam­fé­lagi, sem á fullt af spreng­menntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sér­fræðingi?“ spyr Kristín.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega