fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Í Hábænum iðkaður ómstríður söngur var fyrr

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. maí 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lag sem ég syng oft fyrir munni mér þegar ég geng upp Skólavörðustíginn og upp á holtið. Útumholtoghólablús með Megasi og Spilverkinu:

Hljóðlátt er holtið
en í Hábænum iðkaður ómstríður söngur var fyrr.
Hljóðlátt er holtið
en í Hábænum iðkaður ómstríður söngur var fyrr.
Ó langt er nú um liðið
síðan láréttum í hinsta sinn þar verðir mér vörpuðu á dyr.

Hábær var veitingahús sem stóð efst á Skólavörðustíg, þar sem nú er hótel sem er kennt við Leif Eiríksson. Í kvæði Megasar sér maður Hábæ fyrir sér sem athvarf drykkjurúta og bóhema – það er víst ekki alveg fjarri sanni. Mannlifið á þessum stað þótti heldur skrautlegt – þangað sótti fólk sem kaus að vera undir áhrifum sem flesta daga vikunnar.

En Hábær átti líka aðra hlið. Þar var um tíma rekinn kínverskur veitingastaður – kannski sá fyrsti í Reykjavík. Hann kallaðist Kínverski garðurinn og var í eins konar garðskála bak við steinhúsið. Ég man að foreldrar mínir fóru þangað eitt sinn að borða, voru prúðbúin. En áhrifin frá sjálfum Hábæ smituðust yfir í kínverska staðinn – pabbi og mamma kvörtuðu undan því þegar þau komu heim að þau hefðu ekki fengið frið til að borða fyrir drykkjumönnum.

Sjálfur kom ég aldrei í Hábæ, en af sögunum að dæma og kvæði Megasar finnst mér eitthvað óendanlega fyndið við þennan stað.

Seinna var svo rekið fyrsta mini-golf á Íslandi í þessum garðskála. Þá var búið að loka Hábæ, en framkvæmdamaðurinn sem setti upp mini-golfið var sjálfur Valbjörn Þorláksson íþróttagarpur. Valbjörn var margfaldur methafi í stangarstökki, glæsimenni, mikill kvennaljómi og þekktur fyrir að vera sólbrúnasti maður á Íslandi. Sögur fóru af sólböðum Valbjörns. En hann er svo frægur að höfuðskáldið Þórarinn Eldjárn setti hann í kvæði sem byrjar svona Gaman er að stökkva á stöng.

En okkur skortir allan dug,
við eigum ekki slíkan hug.
Enginn Hómer, ekki neitt,
ekkert nema rövlið eitt.
Margt eitt fól þó stökkvi á stöng
er stefnan bæði lág og röng.
Staðreyndin er semsagt sú
að Sveinbjörn heitir Valbjörn nú.
Þá var öldin önnur er Sveinbjörn stökk á stöng,
þá var ei til Bessastaða leiðin löng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki