fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

ISAVIA tapar 2 milljörðum vegna WOW- „Svo þú ert að reyna að telja mér trú um að þú sért góði gæjinn í þessu öllu saman?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2019 17:00

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörn Indriðason, starfandi forstjóri ISAVIA, segir að tekjur fyrirtækisins verði þremur milljörðum lægri en áætlað var vegna falls WOW air. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun þar sem Kristján Kristjánsson spurði Sveinbjörn spjörunum út úr um álitamál tengdum ISAVIA sem í umræðunni hafa verið undanfarið. Þeirra á meðal fall WOW og kyrrsetning ISAVIA á flugvél leigusalans ALC, sem Landsréttur úrskurðaði á dögunum að hafi verið heimilt.

24 milljarða framkvæmd framundan

Sveinbjörn segir að þrátt fyrir að tekjur ISAVIA muni lækka um 3 milljarða á ári vegna falls WOW, þá komi um milljarður á móti vegna niðurskurðar.  Svo fyrirtækið er ekki í vanda statt en þarf þó að hægja á uppbyggingu.

Nú stendur til að byggja nýja tengibyggingu á Keflavíkurflugvelli til að viðhalda fjölda farþega. Farþegar  séu óánægðri með að þurfa að fara með rútu í og úr flugvélum og ISAVIA sé ekki hrifin af því fyrirkomulagi. Til þess að fjölga plássum þar sem hægt sé að nota tengibrýr verð að fara í uppbyggingu. Áætlaður kostnaður við tengibyggingu eru 24 milljarðar. Þá framkvæmd þarf ISAVIA að fara í bara til að viðhalda núverandi farþegafjölda.

„Við munum þurfa að fjölga stæðum með tengibrýr og við höfum ekki möguleika til þess nema bæta við og stækka til austurs.“

„Við erum eftir sem áður að ná að reka fyrirtækið með jákvæðri afkomu.[…] Það sem WOW komu með inn voru tekjur á tíma þar sem var ónýtt afkastageta og það er mjög vont fyrir okkur að missa þessar tekjur út.“

ISAVIA er þó að leita af flugfélögum til að fylla upp í skarðið sem WOW skilur eftir sig, svo ónýttur tími valdi ekki tekjumissi. Einnig er mikilvægur hluti af tekjum flugvalla að fá svonefnda tengifarþega í millilendingum. En nú þarf ISAVIA að horfast í augu við þann raunveruleika að flugvélar þurfa minna að millilenda til að fylla á eldsneyti, flugvélar í dag séu mun tæknilegri en áður og geti flogið lengur án þess að stöðva.  Því þarf Keflavíkurflugvöllur að verða girnilegur biti í augum flugfélaga til að halda þessum farþegum.

Niðurstaða Landsréttar

Landsréttur komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að ISAVIA hafi verið heimilt að kyrrsetja flugvél í eigu leigufélagsins ALC vegna skuldar WOW.  Niðurstaðan kom Sveinbirni ekki á óvart enda hafi verið skýrt ákvæði um kyrrsetningarheimild í samningum aðila, slík ákvæði sé að finna víðs vegar í heiminum og leigurisi líkt og ALC hafi vitað af því.  ISAVIA hafi beitt ákvæðinu 2012 þegar Iceland Express var að fljúga til og frá Íslandi, aftur vegna AirBerlin árið 2017 og jafnvel eitt sinn vegna flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.

„Allir aðilar eru mjög meðvitaðir um þetta ákvæði“

„Milli leigusalans ALC og WOW air er beinlínis gert ráð fyrir að ákvæðinu sé beitt með þessum hætti“

Sveinbjörn segir það hafa verið hagsmunamál fyrir ISAVIA eftir að Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að kyrrsetning hefði aðeins verið heimil vegna þess hluta skuldar WoW sem varðaði þessa tilteknu vél.

„Það voru forsendur sem við gátum ekki sætt okkur við“

Enda komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að kyrrsetning vegna heildarskuldar hafi verið heimild. Heildarskuld WOW við ISAVIA nam rúmum tveimur milljörðum. Sveinbjörn segir að ALC hafi verið fullkunnugt um kyrrsetningaákvæðið. Til að mynda væri sérstaklega heimilað í leigusamningi að ALC gæti snúið sér beint til ISAVIA til að afla sér upplýsinga um skuldastöðu WOW. Það  hafi þeir ekki gert, jafnvel þó ærin ástæða væri fyrir því.

Kristján spurði Sveinbjörn þá hvort það hefði ekki verið ærin ástæða fyrir ISAVIA að eiga frumkvæði að því að koma upplýsingum til ALC um stöðu WOW, en því hafnar Sveinbjörn. ISAVIA hafi sína hagsmuni að hugsa um. WOW var í skuld við ISAVIA og því eðlilegt að þeir sem fyrirtæki hafi ekki viljað taka fyrsta skrefið í því að knésetja heilt flugfélag sem var fyrirséð að myndi valda þeim fjárhagslegu tjóni.

Auk þess hafi verið mikil  umræða í kringum fall WOW þar sem talað var um tilraunir til endurfjármögnunar, tilraunir til björgunar og þar eftir leiðum. Þá hafi kyrrsetningaákvæðið ekki verið virkt og hefði ALC á þeim tíma getað tekið flugvélina til baka án þess að ISAVIA gæti nokkuð við því gert. Fall WOW hafi svo komið í kjölfar þess að flugvélum þeirra í Ameríku var ekki hleypt í loftið.

Keflavíkurflugvöllur

Þá vék Kristján sér að spurningum um þann verslunarrekstur sem á sér stað á Keflavíkurflugvelli en hart hefur verið deilt vegna útboða og vali á þjónustuaðilum og svo gagnrýnt að í kjölfar nýrra samninga hafi leiguverð á flugvellinum verið hækkað umtalsvert.

Sveinbjörn segir að ISAVIA þurfi að sleppa öllum tilfinningum í svona málum og hugsa um þetta á rekstrarforsendum. Það séu gífurlegir fjárhagslegir hagsmunir fólgnir í því að vera með verslunarrekstur á Keflavíkurflugvelli og bæði ISAVIA og rekstraraðilar á vellinum hagnist. Þetta snúist bara um samkeppni, útboð og að taka besta boðinu. Þó það sé „súrt og mikilvægar tekjur sem fyrirtækin eru að missa“

Þá spyr Kristján með eftirminnilegum hætti : Svo þú ert að reyna að telja mér trú um að þú sért góði gæjinn í þessu öllu saman?

„Já ég er að reyna að telja þér trú um það, ég er kannski ekki nógu duglegur að segja þér frá því“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt