fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vill banna notkun svartolíu innan landhelgi Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. maí 2019 13:00

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi. Frestur til að skila umsögnum um drögin er til 7. júní n.k. Fyrirhugað bann er m.a. liður í að framfylgja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, sem og stjórnarsáttmála.

Auk tilætlaðs ávinnings fyrir loftslagið er breytingunni ætlað að stuðla að betri loftgæðum við strendur Íslands og hvetja til notkunar á loftslagsvænni orkugjöfum á skipum. „Svartolía“ er samheiti yfir þungar og seigar olíur sem eru með ákveðna eiginleika og geta innihaldið hátt hlutfall brennisteins. Svartolía er m.a. notuð í skipasiglingum og mengar meira en annað eldsneyti. Þegar hún brennur losnar mikið af sóti úti í andrúmsloftið.

Fyrirhugaðar breytingar taka til reglugerðar nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti. Leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti sem notað er innan landhelgi Íslands og innsævis verður lækkað úr 3,5% niður í 0,1% þann 1. janúar 2020. Sama dag taka einnig þær breytingar gildi að innan mengunarlögsögunnar en utan landhelginnar mun leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti lækka niður í 0,5%. Það er í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands samkvæmt viðauka VI í MARPOL-samningnum sem Ísland fullgilti í febrúar 2018.

Þessar breytingar útiloka í raun brennslu svartolíu, þar sem hún hefur í langflestum tilvikum hærra brennisteinsinnihald en þetta. Þó geta skip áfram brennt svartolíu ef þau nota viðurkenndar hreinsunaraðferðir til að draga úr losun brennisteinsdíoxíðs en þá er að mestu leyti komið í veg fyrir losun brennisteins út í andrúmsloftið og þá sótmengun sem verður vegna notkunar svartolíunnar.

Með breytingunum verður leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti á Íslandi 0,1% innan landhelginnar og á innsævi, þ.e. einnig í fjörðum og flóðum. Þegar komið er lengra út á sjó og út fyrir landhelgina má brennisteinsinnihaldið hins vegar ekki vera meira en 0,5%. Til samanburðar var brennisteinsinnihald í svartolíu sem var markaðssett hér á landi árið 2017 á bilinu 0,64-1,94% en meðaltalið á heimsvísu samkvæmt gögnum frá Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO) var 2,59%.

Þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar munu leiða til þess að sambærilegar kröfur munu gilda um brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti í íslenskri landhelgi og nú gilda á svokölluðum ECA-svæðum í Eystrasalti og Norðursjó (e. Emission Control Areas). Þetta hefur í för með sér að notkun svartolíu í landhelgi Íslands er útilokuð, nema skip noti viðurkenndar aðferðir til að draga úr losun brennisteinsdíoxíðs.

Umsögnum um reglugerðardrögin skal skilað í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 7. júní næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki