fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ferðamálaráðherra styrkir Hálendisvaktina um 900 þúsund krónur

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 19:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur annað árið í röð ákveðið að auka framlag ráðuneytisins til Hálendisvaktar björgunarsveitanna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálendinu hálfum mánuði fyrr en ella. Viðbótarframlagið nemur 900 þúsund krónum. Með því getur Hálendisvaktin hafist um miðjan júní en alla jafna hefst hún ekki fyrr en í byrjun júlí. Aðstæður á hálendinu bæði í ár og í fyrra kalla á þessa auknu viðveru, samkvæmt tilkynningu.

Hálendisvaktin er hluti af SafeTravel-verkefninu um öryggismál og slysavarnir ferðamanna. Það er samvinnuverkefni Landsbjargar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).

Ráðuneytið styrkir verkefnið árlega um 25 milljónir króna og SAF um 10 milljónir.

„Það var eitt af fyrstu verkum mínum í embætti ráðherra fyrir rúmlega tveimur árum að setjast niður með Landsbjörg og fræðast um SafeTravel-verkefnið,“ segir Þórdís Kolbrún. „Það fór ekki á milli mála hve gott og mikilvægt starf er unnið á vegum SafeTravel. Fáeinum vikum eftir fundinn renndum við því styrkari fjárhagslegum stoðum undir þetta mikilvæga verkefni með nýjum samningi sem fól í sér aukið fjárframlag. Viðaukasamningurinn núna kemur til af sérstökum aðstæðum en er í rökréttu samhengi við áherslur okkar á málefnið.“

Þórdís Kolbrún og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, skrifuðu undir viðaukasamninginn þann 22. maí 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus