fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Kortlagning hugsanlegrar sameiningar Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar hafin

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 14. maí 2019 20:00

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað starfshóp sem ætlað er að kanna kosti þess og galla að Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði sameinuð í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hann skipa Kristinn Tryggvi Gunnarsson, rekstrarráðgjafi hjá FranklinCovey sem jafnframt er formaður hópsins, Áslaug Árnadóttir lögmaður og Gissur Pétursson ráðuneytisstjóri. Starfshópurinn var skipaður 8. maí síðastliðinn og er honum ætlað að skila tillögum fyrir 1. júní 2019.

Mannvirkjastofnun og málefni er varða mannvirkja- og byggingamál færðust yfir til félagsmálaráðuneytisins 1. janúar 2019 en Íbúðalánasjóður er nú þegar ein af undirstofnunum ráðuneytisins. Starfshópnum er falið að kanna fýsileika sameiningar stofnananna með það fyrir augum að efla enn frekar stjórnsýslu, stefnumótun og framkvæmd húsnæðis- og mannvirkjamála hér á landi. Hópnum er ætlað að hafa tillögur átakshóps um húsnæðismál að leiðarljósi. Eins að kanna hagræðingu í rekstri hins opinbera með samþættingu verkefna og fækkun stofnana sem og að auka samstarf við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila á sviði húsnæðismála. Jafnframt er starfshópnum falið að kanna hvaða verkefni stofnananna tveggja kunni, eftir atvikum, að vera betur staðsett hjá öðrum undirstofnunum félagsmálaráðuneytis.

Mæli starfshópurinn með sameiningu stofnananna er honum falið að skila heildstæðum tillögum um fyrirkomulag og framkvæmd sameiningarinnar. Eins að greina þörf á nauðsynlegum lagabreytingum í því sambandi og setja þær fram í formi frumvarps til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun með það fyrir augum að það yrði lagt fram á Alþingi haustið 2019 og að hin nýja stofnun tæki til starfa í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus