fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Þjóðvegasjoppur inni í miðri borg

Egill Helgason
Mánudaginn 13. maí 2019 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sá að einhverjir voru að fussa og sveia yfir því stefnumiði sem komið er fram í borgarstjórn að fækka bensínstöðvum. Líkt og þar sé aldeilis verið að skerða frelsi borgaranna –  gott ef þetta teldist ekki liður í aðförinni að fjölskyldubílnum.

Svo fór ég að telja í huganum. Ég fattaði að í svona rúmlega kílómeters radíus frá heimili mínu í gamla Miðbænum eru níu bensínstöðvar. Þær bjóða allar upp á svipað verð á vökvanum dýrmæta, það er engin samkeppni í verði –  sumar eru raunar orðnar að ofvöxnum sjoppum ellegar því sem kallast stundum stjörnutorg.

Eða kannski má frekar nefna það þjóðvegasjoppur. Það eru varla margar borgir í Evrópu sem státa af því að hafa fjöldann allan af þjóðvegasjoppum inni í miðjum bæ.

Það hefur stundum verið nefnt, og ég sá að þingmaðurinn Ólafur Ísleifsson ritaði um það á Facebook í gær, hversu einkennilegt væri að hafa stóra bensínstöð við Hagatorg, innan um nokkrar glæsilegustu byggingar borgarinnar. Sú bensínstöð stendur reyndar á gömlum merg – en þá var hún miklu smærri í sniðum. Hún hefur tútnað út og orðið einkennilega miklu ljótari með árunum.

Áðan varð mér gengið eftir Borgartúninu í rigningunni og þar blasir við bensínstöð sem mætti halda að sé einsdæmi. Innan um virðuleg fyrirtæki, banka, skrifstofur hagsmunasamtaka og stofnanir, er risastór bensínstöð, ein sú allra stærsta á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er í götu sem stundum hefur verið kölluð „city“ Reykjavíkur – hjarta fjármálalífsins. Og þangað fer fólkið væntanlega af vinnustöðunum og nær sér í matarbita þegar hungrið sverfir að og fyllir svo jeppana af bensíni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna