fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Allt á reiðiskjálfi í Framsóknarflokknum vegna þriðja orkupakkans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. maí 2019 08:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji orkupakkinn fer misjafnlega í fólk og innan Framsóknarflokksins eru skiptar skoðanir um ágæti hans, svo skiptar að nú leikur allt á reiðiskjálfi innan flokksins. Andstæðingar málsins beita sér af mikilli hörku innan flokksins og eru þungvigtarmenn, sem grasrótin í flokknum tekur mark á, sagðir hafa hótað að segja sig úr flokknum og ganga í Miðflokkinn ef þingmenn flokksins taki ekki rétta afstöðu í málinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þingmenn og ráðherrar flokksins séu sagðir ákveðnir í sinni afstöðu með ríkisstjórninni en vel finnist fyrir þrýstingi andstæðinga orkupakkans þrátt fyrir að um minnihlutahóp sé að ræða en hann er hávær.

Fréttablaðið hefur eftir Frosta Sigurjónssyni, leiðtoga og helsta talsmanni Orkunnar okkar, sem berst gegn þriðja orkupakkanum, að hann sé ekki á förum úr Framsóknarflokknum. Hann þrífist vel í flokknum á meðan hann nái eyrum forystumanna hans og geti talað við þá. Frosti mætti á fund utanríkismálanefndar í gær til að skýra frá sjónarmiðum Orkunnar okkar.

Fréttablaðið hefur eftir Silju Dögg Gunnarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að þrátt fyrir háværa umræðu innan flokksins um málið sé meirihluti flokksmanna þögull enda sé málið flókið og torskilið.

„Við erum auðvitað fyrst og fremst Framsóknarflokkur en ekki afturhaldsafl.“

Sagði hún aðspurð um afstöðu sína og annarra þingmanna flokksins til málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt