fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Landsréttarmálið – Óskað eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska ríkið óskar eftir endurskoðun yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu á Landsréttarmálinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

„Við höfum síðustu vikur skoðað mismunandi fleti þessa mikilvæga máls. Eftir þá skoðun tel ég rétt að óska endurskoðunar hjá yfirdeild Mannréttindadómstólsins. Ég tel brýnt að fara þessa leið í ljósi þess hve mikilvæga hagsmuni málið snertir hér á landi. Ég mun halda áfram að skoða aðra fleti málsins en á þessu stigi verða ekki teknar frekari ákvarðanir,” segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.

Landsréttarmálið svonefnda varðar mál ákæruvaldsins gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á Mannréttindum Andra þar sem dómari í málinu hefði ekki verið skipaður með réttum hætti. Dómari í málinu hafði ekki verið meðal þeirra sem metnir voru hæfastir í starfið samkvæmt mati sérstakrar dómnefndar heldur hafði Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, endurraðað á lista. Þetta þótti Mannréttindadómstólnum brjóta gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð, eða 6. gr. sáttmálans.

Í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins segir að það sé mikilvægt að leita endurskoðunar á niðurstöðunni þar sem dómurinn hafi ekki bara áhrif hérlendis heldur einnig um alla Evrópu. Það sé mat sérfræðnga dómsmálaráðuneytisins, að  höfðu samráði við ríkislögmann og dr. Thomas Horn, málflutningsmanns og sérfræðings í mannréttindum og réttarfari, að leita endurskoðunar. Þetta sé mikilvægt þar sem málið veki upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd Mannréttindasáttmála Evrópu.

„Líkur standa til þess að niðurstaða um það hvort yfirdeildin taki dóminn til endurskoðunar fáist innan fárra mánaða. Taki yfirdeildin málið til endurskoðunar verður þess óskað að málið njóti forgangs en MDE hefur frá upphafi skilgreint málið mikilvægt og hlaut það flýtimeðferð á fyrri stigum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki