fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Mynd sem verður eiginlega klassísk á svipstundu

Egill Helgason
Laugardaginn 6. apríl 2019 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er ljósmynd, tekin í dag, á eiginlega skilið að verða klassík í íslenskum stjórnmálum. Sýnir átakalínur nokkuð vel. Þetta er á fundi sem Ögmundur Jónasson, fyrrverandi þingmaður VG, boðaði til í Safnahúsinu í dag í mótmælaskyni við þriðja orkupakkann.

Ögmundur er ekki á myndinni, en þarna má sjá fyrrverandi flokksbróður hans, Jón Bjarnason, sem fór á sínum tíma í sérframboð eftir að hafa yfirgefið VG. Þvínæst eru Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, núverandi þingmenn Miðflokksins, svo er það Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, en á bak við glittir í Magnús Þór Hafsteinsson, sem var áður í Frjálslynda flokknum en hefur upp á síðkastið starfað með Flokki fólksins.

Og þar má líka koma auga á Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, sem situr bak við sína gömlu félaga Ólaf og Karl Gauta.

Þá sést  í Unu Maríu Óskarsdóttur, varaþingmann Miðflokksins, sem er að setjast á þing í stað Gunnars Braga Sveinssonar, en fyrir framan hana er Ragnar Stefánsson sem lengi hefur starfað meðal sósíalista í róttækum stjórnmálum á vinstri væng, en var einn af leiðtogum Æskulýðsfylkingarinnar á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“