fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

NewCo hyggst endurreisa WOW air – Skúli og fleiri í forsvari

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. apríl 2019 07:59

Skúli Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Mogensen, stofnandi og aðaleigandi hins gjaldþrota WOW air, hefur í hyggju að endurreisa flugfélagið ásamt hópi fjárfesta. Ætlunin er að byggja á lággjaldamódeli eins og WOW air átti upphaflega að gera.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hópurinn leiti nú að 40 milljóna dollara innspýtingu í félagið í formi hlutafjár. Samkvæmt fjárfestakynningu, sem er til kynningar, munu þeir fjárfestar sem vilja leggja þetta fé í félagið eignast 49% hlut í því á móti Skúla, lykilstjórnendum WOW og öðrum sem eru nefndir „aðrir stofenendur“ félagsins.

Morgunblaðið segir að nýja félagið sé með vinnuheitið NewCo og hyggist það kaupa „allar mikilvægar eignir“ úr þrotabúi WOW air, þar á meðal er vörumerkið.

Fram kemur að lykilstjórnendur Arctica Finance, sem unnu með Skúla að fjármögnun WOW air, hafi fundað með Sveini Andra Sveinssyni, öðrum skiptastjóra þrotabús WOW air í fyrrakvöld.

Morgunblaðið segir að samkvæmt áætlunum NewCo eigi nýja flugfélagið að vaxa mun hraðar en WOW air gerði á sínum tíma. Stefnt er á að félagið verði komið með sjö flugvélar í rekstur á næsta ári en þeim fjölda véla náði WOW air ekki fyrr en á fimmta rekstrarári sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus