fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Horfið reiðhjól

Egill Helgason
Föstudaginn 5. apríl 2019 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju vori tek ég mig til – og sá tími var að fara að renna upp því nú er vor í lofti – næ í reiðhjólið mitt og fer með það til smá viðhalds og viðgerða. Yfirleitt er ekki loft í dekkjum eftir veturinn, svo ég teymi hjólið niður á Hverfisgötu. Þar er reiðhjólaverkstæðið Borgarhjól og þar er sérstaklega almennilegur og greiðvikinn starfsmaður – ég held hann sé breskur að uppruna.

Hann fer yfir hjólið, dyttar að því og smyr það. Svo hjóla ég smá, en yfirleitt fer hjólið aftur inn i skúr – sem tákn um fyrirheit sem ekki rættust. En stundum hugsar maður, mikið væri gott og skemmtilegt að hjóla meira.

Þetta er annars ágætis reiðhjól, af gerðinni Trek 2000 (eða það minnir mig, ég er ekki alveg viss með númerið).. Ég get upplýst að ég keypti það í Erninum hjá Ragnari Þór Ingólfssyni – sem nú er orðinn einn helsti verkalýðsforingi Íslands. Hann var þá mjög ráðhollur verslunarstjóri í Erninum. Hjólið kostaði alveg skildinginn – ég keypti ekki ódýrustu gerð.

En nú ber svo við að hjólinu var stolið í nótt. Einhver hefur brotist inn í skúrinn sem er á lóðinni hjá mér og tekið Trek-hjólið góða og reyndar líka hjól konu minnar.

Ég segi ekki að hjólreiðar mínar minnki að marki við þetta, þær hafa ekki verið í frásögur færandi. En hin árlega ferð niður á Hverfisgötu verður ekki farin þetta árið.

(Tekið skal fram að ljósmyndin er ekki af umræddu reiðhjóli, heldur af hjóli svipaðrar gerðar.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn