fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Seðlabankastjóri: Ekki hægt að hafa áhrif á sjálfstæði bankans

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 4. apríl 2019 20:16

Már Guðmundsson Mynd/Viðskiptaráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í dag að lífskjarasamningurinn stillti Seðlabanka Íslands upp við vegg, þar sem ein forsenda hans mæli til um að vextir lækki, ellegar verði honum sagt upp, líkt og segir í tilkynningu Eflingar:

„Ein af forsendum samningsins er að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Samningsaðilar eru sammála um að samningurinn skapi aðstæður til þess. Lækkun vaxta mun hafa mikil áhrif á útgjöld skuldsettra heimila og einnig stuðla að lækkun leiguverðs. Í samningnum verða forsenduákvæði um uppsögn hans verði vaxtalækkanir ekki að raunveruleika.“

Þorsteinn sagði að vegið væri að sjálfstæði seðlabankans með slíku orðalagi og Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabankans og Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd seðlabankans, hafa talað á sömu nótum.

Sjá nánar: Segir samningana stilla Seðlabankanum upp við vegg:„Það er teflt þarna á tæpasta vað“

Lögin skýr

Svo virðist sem að áhyggjur Þorsteins og Gylfanna beggja, sem hafa móðgast fyrir hönd seðlabankans séu óþarfar, ef marka má svör seðlabankans.

Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri skrifstofu seðlabankastjóra, svaraði fyrirspurnum Eyjunnar um málið fyrir hönd Seðlabankastjóra í dag.

Hann sagði að lögin tryggðu sjálfstæði bankans og vísaði öllu tali um að þrýstingur sé settur á bankanna á bug:

„Það kann vel að vera að einhver sé að reyna að vega að sjálfstæði bankans í þessum efnum en það er ekki hægt þar sem lögin um Seðlabankann og peningastefnunefnd eru skýr hvað sjálfstæðið að þessu leyti varðar. Peningastefnunefnd tekur sjálfstæða ákvörðun hverju sinni um vexti út frá því hvernig hún metur aðstæður og gögn sem fyrir liggja með það markmið í huga um stöðugt verðlag sem henni er sett.“

Ekki hægt að spá um framtíðina

Hvort þrýstingur væri settur á bankann með orðalaginu í samningnum, sagði Stefán, fyrir hönd Más:

„Seðlabankastjóri hefur sagt að hóflegir kjarasamningar  auka líkur á vaxtalækkun . Hvað gerist hins vegar á árinu 2020 geti enginn sagt til um. Það að reyna að binda hendur peningastefnunefndar fram í tímann með þessum hætti sé eins og að skipa skipstjóra að sveigja aldrei meira en þrjátíu gráður á stjórn eða bak. Það endar aðeins með því að hann steytir á skeri.“

Þá telur Már, að mati Stefáns, ekki að eftirmaður Más í starfi muni þurfa að beygja sig undir slík skilyrði sem lífskjarasamningurinn kveður á um, til þess að hljóta starfið:

„Það er alveg ljóst hvernig lögin um Seðlabankann og sjálfstæða peningastefnu eru. Seðlabankastjóra ber skylda til að stuðla að stöðugu verðlagi og fjármálastöðugleika. Seðlabankinn og peningastefnunefnd beitir þeim tækjum sem til þarf til að ná þeim markmiðum.“

Már sagði við mbl.is að hann gerði ekki athugasemdir við að gerðar væru væntingar um vaxtalækkun í samningum, en að endurskoðunarákvæðið væri óheppilegt og byggt á misskilningi að hluta til, þar sem vaxtaákvarðanir séu stýritæki fyrst og fremst og stundum þurfi að hækka vexti og stundum þyrfti að lækka þá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG