fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ríkið vill greiða hinum sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sex hundruð milljónir í bætur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 07:55

Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir samningaviðræður á milli ríkisins og þeirra sem voru sýknaðir í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum síðasta haust. Settur ríkislögmaður kemur að viðræðunum fyrir hönd ríkisins. Hann hefur úr 600 milljónum að spila í samningaviðræðunum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að í fyrstu hafi 400 milljónir verið settar í málið en bætt hafi verið við upphæðina til að liðka fyrir samningum. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að í viðræðunum sé miðað við að fjárhæðinni verði skipt á milli hinna sýknuðu í hlutfalli við lengd þess gæsluvarðhalds sem þeir sátu í og verði óháð því hvort viðkomandi sé á lífi en Sævar Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson eru látnir. Bætur til þeirra munu þá renna til erfingja þeirra.

Fimmmenningarnir voru samtals sviptir frelsi í 9.942 daga. Miðað við að 600 milljónir séu til skiptanna þá verða greiddar um 60.000 krónur fyrir hvern dag sem mennirnir sátu í gæsluvarðhaldi.

Ef samningar nást þarf að setja sérstök lög um þá en gengið er út frá að um skattfrjálsar miskabætur verði að ræða. Fréttablaðið segir að lagt sé upp með að ljúka málinu með sátt og þá muni hinir sýknuðu afsala sér rétti til að sækja frekari bætur í gegnum dómstóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki