fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Góð móðgun eyðilögð

Egill Helgason
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs og nú framkvæmdastjóri Nató, fékk að ávarpa Bandaríkjaþing í dag – í tilefni af 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Varla nenna margir að hlusta á ræðuna alla – en Íslendingar hjuggu eftir því að hann hefði sagt í henni að Leifur Eiríksson hefði verið Norðmaður.

Og þannig var það þýtt í fréttum í sjónvarpinu. Maður sá á alnetinu að margir tóku þetta óstinnt upp – eru Norðmenn alltaf að reyna að skreyta sig með stolnum fjöðrum?

En svo var athugað nánar og þá kom í ljós að Stoltenberg hafði, með sínum sterka norska hreim, sagt Norseman. Einhver komst svo í norska útgáfu á ræðu hans og þar sagði nordboer.

Sem þýðir maður norrænn – en það voru íbúar Íslands einmitt í árdaga, norrænir menn.

Þarna fór góð móðgun fyrir lítið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt