fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Klaustursþingmenn krefjast þess að skoða bankareikning Báru

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. apríl 2019 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður fjögurra Klaustursþingmanna Miðflokksins hefur lagt fram kröfu til Persónuverndar þess efnis að fá upplýsingar frá fjármálafyrirtækjum um greiðslur inn á reikning Báru Halldórsdóttur frá 15. nóvember til 15.desember síðastliðins. RÚV greinir frá.

Krafan tekur til aukinnar gagnaöflunar í málinu, en samkvæmt forstjóra Persónuverndar, nær það einnig til frekara vöktunarefnis úr öryggismyndavélum Klausturs og Kvosarinnar Downtown Hotel, sem og upplýsingum frá fjarskiptafyrirtækjum um smáskilaboð og símtöl til og frá Báru á tveggja daga tímabili.

Helga vildi ekki tjá sig um málið við RÚV, en krafan verður afgreidd á stjórnarfundi Persónuverndar á mánudaginn næstkomandi.

Bára sagði í samtali við Eyjuna að það yrði ansi tómlegt um að litast á reikningi hennar við slíka skoðun og neitaði fyrir að henni hafi borist greiðslur fyrir að stunda hleranir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus