fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Fjórir verjendur hafa fengið stöðu sakborninga í málum skjólstæðinga sinna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 07:59

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum fimm árum hafa fjórir verjendur fengið stöðu sakborninga í málum skjólstæðinga sinna. Tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Öll málin voru síðan felld niður án þess að til ákæru kæmi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Berglindi Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélagsins, að það hafi ekki haft afskipti af þessum málum.

Þorgils Þorgilsson er einn þessara fjögurra lögmanna og er haft eftir honum að það séu grundvallarréttindi sakaðs manns að ræða við verjanda sinn í trúnaði og ekki megi skerða þann rétt undir því yfirskini að verjandi liggi undir grun. Þorgils fékk stöðu grunaðs manns í hinu svokallaða Bitcoin-máli en hann var grunaður um að hafa aðstoðað skjólstæðing sinni við að flótta úr gæsluvarðhaldi. Hann sagðist telja að lögreglan verði að stíga mjög varlega til jarðar í málum sem þessum.

Haft er eftir Ólafi Þór Haukssyni, héraðssaksóknara, að mál sem þessi séu fátíð og vandmeðfarin. Hjá ákæruvaldinu séu menn mjög meðvitaðir um að fara þurfi varlega í málum sem þessum.

Lögmannafélagið vinnur nú að gerð tillagna um reglur um húsleitir á lögmannsstofum en þær fela í sér að virða þurfi rétt og skyldur lögmanna til trúnaðar við skjólstæðinga sína. Margir lögmenn hafa gagnrýnt víðtæka dómsúrskurði um húsleitir á lögmannsstofum á undanförnum árum og segja að haldlagning á gögnum lögmanna geti stefnt trúnaðarsambandi þeirra við umbjóðendur sína í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus