fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Vigdís gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir skort á mengunareftirliti vegna nýs Landspítala – Engin úttekt verið gerð

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 24. apríl 2019 15:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, gagnrýndi skort á eftirliti Reykjavíkurborgar með mengunarvörnum vegna byggingu nýs Landspítala harðlega á fundi umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar í morgun.

Samkvæmt svari Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar (HER) við spurningum Vigdísar um eftirlit með mengunavörnum, hefur engin úttekt verið gerð um mengunarvarnir á svæðinu, þar sem það sé ekki á verksviði Heilbrigðiseftirlitsins, heldur byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar. Þá er tekið fram að engin mengun hafi komið fram á byggingareitnum, samkvæmt byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar.

Einnig segir í svarinu að ekki hafi verið gerðar neinar úttektir á hávaða í tengslum við framkvæmdirnar, en reglulega er sprengt á svæðinu.

Engar kröfur eru hinsvegar gerðar um takmörkun hávaða á svæðinu, þar sem hávaðareglugerðin hefur engin eiginleg hávaðamörk, aðeins tímamörk.

Segir í svarinu að framkvæmdin sé innan þeirra tímamarka og að engar kvartanir hafi borist vegna hávaða heldur.

Grafalvarlegt mál

Vigdís lagði fram bókun á fundinum, hvar hún segir forkastanlegt að ekki hafi verið mælt svifryk, brennisteinsdíoxíð, brennisteinsteinsvetni, koldíoxíð, kolmónaoxíð og köfnunarefnisoxíð eins og alltaf hafi verið gert í loftgæðamælingum borgarinnar og átelur Reykjavíkurborg fyrir að hafa ekki sinnt eftirlitinu sem skyldi:

 „Er það grafalvarlegt mál og óskiljanlegt að okkar veikasta fólk er látið gjalda fyrir. Starfsfólk Landsspítalans yfirgefur svæðið í vaktarlok en það gera sjúklingarnir ekki.“

Einnig segir í bókun Vigdísar að með ólíkindum sé að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vísi ábyrgðinni á stjórn Landspítalans/Landlæknis, er varðar mengun úr jarðvegi, þegar fyrir liggi, samkvæmt svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um sama efni, að ábyrgðin sé Reykjavíkurborgar:

„Í svarinu kemur fram að síðustu formlegu samskipti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur vegna Landspítalans komi fram í umsögnum HER frá árunum 2011 og 2012. Segir jafnframt í svarinu að eftirlitið sé ekki hjá ráðuneytinu heldur er eftirlitið með framkvæmdinni á vegum Reykjavíkurborgar. Hér bendir hver á annan en ábyrgðin er skýr – ábyrgðin er hjá Reykjavíkurborg og formanni heilbrigðisnefndar og eftirliti hefur ekki verið nægjanlega sinnt.“

Ekki kröfur um rykbindingu

Í svari ráðuneytisins kemur einnig fram að engar kvartanir hafi borist vegna hávaða og engar kröfur verið gerðar um að byggingarsvæðið verði bleytt með vatni til að koma í veg fyrir loftmengun.

Loks vísar ráðuneytið á Reykjavíkurborg þegar kemur að ábyrgð og eftirliti með framkvæmdinni:

„Ráðuneytið hefur fengið upplýsingar um að sá starfsmaður Reykjavíkurborgar sem er með þetta verkefni á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar hefur eftir þörfum verið í sambandi við og haft samráð við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um þau málefni sem heyra undir eftirlitið. Samkvæmt framangreindu eru leyfisveitingar og eftirlit með viðkomandi framkvæmd á vegum Reykjavíkurborgar, þ.e. byggingarfulltrúa sem hefur einnig eftirlit með framkvæmdinni, og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur hvað varðar hollustuhætti og mengunarvarnir. Eftirlitið er hins vegar ekki á forræði umhverfis- og auðlindaráðherra og hefur því ekki komið til skoðunar að láta gera úttekt á mengun og ónæði frá umræddum byggingarstað. Þá virðist samkvæmt framangreindu ekki hafa verið tilefni til þess að eftirlitsaðilar gerðu kröfur um úrbætur vegna hávaða eða mengunar frá byggingarstaðnum.“

Spurningar Vigdísar til heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Svörin eru skáletruð:

1. Hefur heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gert úttekt á byggingarreit nýs Landspítala við Hringbraut hvað varðar mengunarvörnum, hollustuháttum og matvælaöryggi. Ef svo er, hvenær var úttektin gerð ? Ef úttektin hefur ekki verið gerð, stefnir HER á það að gera slíka úttekt ?

Slík úttekt hefur ekki verið gerð enda ekki á verksviði HER. Byggingarfulltrúi fer með úttektir á byggingarsvæðum og hefur eftirlit með þeim. HER barst tilkynning um olíutanka sem á að staðsetja á byggingarsvæðinu og staðan á því er að beðið er heimildar Byggingafulltrúa á staðsetningu áður en HER tekur þá út. Aðkoma HER til þessa hefur verið að fara yfir teikningar og veita leiðbeiningar um það sem varðar mengunarvarnir, hollustuhætti og matvælaöryggi vegna hönnunar nýs Landspítala. Verktakar á svæðinu eða Byggingarfulltrúi hafa ekki kallað HER og skv. upplýsingum frá Byggingarfulltrúa hafa ekki hafi komið upp mengunartilvik hingað til á byggingareitnum.

2. Hefur heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gert úttekt úr hvort að mengun komi úr jarðvegi við byggingu nýs Landspítala ?

Verði vart við mengun ber verktaka þegar að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Engin slík tilvik hafa komið upp hingað til. Fyrirliggjandi gögn benda ekki til þess að mengun sé að þessu svæði. Heilbrigðisfulltrúar skoðuðu svæðið í tengslum við sprungna vatnsæð fyrr á árinu og voru engin ummerki um mengun sjáanleg á framkvæmdasvæðinu á þeim tíma.

3. Hver eru loftgæðin innan núverandi húsnæðis Landspítalans við Hringbraut og loftgæði í umhverfi byggingastaðar ?

Reglubundið eftirlit er á LSH og hafa eftirlitsferðir verið farnar að undanförnu í samræmi við eftirlitsáætlun 2019. Loftgæðamælingar hafa farið fram í nokkrum tilvikum gjarnan eftir ábendingar starfsfólks, mælt hefur verið CO2, hiti og raki. Helstu athugasemdirnar eru að loft sé þurrt sem á sér þær skýringar að loftræst er um opnanlega glugga og útiloft er yfirleitt þurrt að vetrarlagi sem á við þær mælingar.

4. Hefur heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gert úttekt á hávaða frá framkvæmdum við byggingu nýs Landspítala ?

Nei, framkvæmdin er innan marka þess tíma sem hávaðareglugerð leyfir og engar kvartanir hafa borist HER. Til nánari skýringar þá eru engin eiginleg hávaðamörk á tímabundum framkvæmdum í reglugerðinni einungis tímamörk skv. töflu IV í reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.

5. Hvers vegna hefur heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ekki gert úttekt á þessum hlutum, í kjölfar fréttaflutnings síðan framkvæmdirnar byrjuðu ?

Ekkert hefur komið í ljós sem gefur tilefni til að ætla að farið hafi fram yfir heimildir/tímamörk á framkvæmdasvæðinu.

6. Hversu mikil áhrif hefur mengun úr jarðvegi og hávaðamengun frá byggingarstað haft á sjúklinga Landspítalans við Hringbraut ?

Engin mengun hefur fundist á byggingarsvæðinu hingað til. HER hefur ekki upplýsingar um slíkt enda ekki í verkahring þess að safna slíkum upplýsingum en bendir á stjórn Landspítala og/eða Landlækni sem mögulega gætu haft slíkt undir höndum. Engar kvartanir eða ábendingar hafa borist til HER um slíkt. Hins vegar er ljóst að umfangsmiklar framkvæmdir sem þessar hljóta að hafa truflun og óþægindi í för með sér fyrir sjúklinga og starfsfólk meðan á þeim stendur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir

Þorsteinn Pálsson skrifar: Málefnahnútarnir enn óleystir