fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Össur vill að Ída fái að verða Íslendingur á ný

Auður Ösp
Laugardaginn 20. apríl 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst að Alþingi eigi að hjálpa henni til þess með því að taka hana vafningalaust inn í þann hóp sem á hverju vori er skutlað í raðir löggiltra Íslendinga,“ segir Össur Skarphéðinsson fyrrum þingmaður og ráðherra og vísar þar í nýlegan þátt RÚV um hina 93 ára gömlu Iedu Jónasdóttur.

Ieda ólst upp í Reykjavík og á Vopnafirði og var skírnarnafn hennar Ída.

Hún flutti til Bandaríkjanna eftir að hafa kynnst bandarískum hermanni á stríðsárunum og var það í fyrsta sinn sem íslensk kona og bandarískur hermaður giftust hér á landi. Eftir að hafa flutt vestur um haf breytti hún nafni sínu í Ieda.  Þrátt fyrir að hafa búið vestanhafs í rúm sjötíu ár hefur hún aldrei gleymt íslenskum uppruna sínum, líkt og fram kom í þætti gærkvöldsins.

Hin 93 ára gamla Ieda á sér þann draum að fá íslenskan ríkisborgararétt á ný. Ljósmynd/Skjáskot af vef RÚV.

„Ída ól börn sín upp á sögum um Ísland. Hún heldur tengslum við Ísland, rekur ættir sínar til 860, talar íslensku, ræktar fjölskyldu sína á Íslandi – og 93 ára gömul upplifir hún íslenska náttúru með því að fljúga svifdrekum yfir landið,“ segir Össur í pistli á facebooksíðu sinni.

Össur bendir á að Ieda þurfti á sínum tíma tíma að afsala sér íslenska ríkisborgararéttinum til að öðlast þann bandaríska og  nú á hún þá ósk heitasta að deyja sem Íslendingur.

„Ída fær það hins vegar ekki nema búa hér á landi í 9 mánuði. Svo Ída ætlar að flytjast til Íslands og búa eins lengi og þarf til að geta dáið einsog hún fæddist – sem íslenskur borgari. Einsog eðlilegt er þegar maður er 93 ára er hún ekki endilega viss um að henni auðnist líf og aldur til að ná þeim síðasta punkti langrar lífshamingju.

Ljósmynd: DV/Sigtryggur Ari

Mér finnst að Alþingi eigi að hjálpa henni til þess með því að taka hana vafningalaust inn í þann hóp sem á hverju vori er skutlað í raðir löggiltra Íslendinga. Ef einhver á það skilið að reglur kansellísins séu beygðar án þess að brotna er það hinn rammíslenska 93 ára gamla Ída.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“