fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Notre Dame brennur – smá söguleg upprifjun

Egill Helgason
Mánudaginn 15. apríl 2019 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sorglegt að sjá glæsilegt gamalt hús eins og Notre Dame kirkjuna í París verða eldi að bráð. Þegar þetta er skrifað veit maður ekki hvernig fer, hvort hún brennur alveg til grunna,eldurinn virðist óviðráðanlegur.

Emmanuel Macron forseti hefur frestað ávarpi sem hann ætlaði að halda í kvöld – þar ætlaði hann að ræða við frönsku þjóðina um úrbætur sem verða gerðar til að mæta mótmælum svokallaðra Gulvestunga.

Notre Dame er einhver frægasta bygging í heimi – hún hefur náttúrlega staðið í París, sem eitt sinn var kölluð höfuðborg heimsins, frá því á miðöldum. Þá gnæfði hún yfir byggðinni eins og gotneskar kirkjur þess tíma. Það tók langan tíma að byggja þessi guðshús, þau eru undur byggingalistar – Notre Dame var að mestu kláruð árið 1260, smiðin hafði þá staðið yfir í hundrað ár. Það var horft til eilífðarinnar á þessu tímabili þegar kaþólska kirkjan hafði ráð yfir bæði andlegu og veraldlegu lifi. Á seinni tímum var byggt við kirkjuna – hún hefur ekki birst okkur nútímamönnum í sinni upprunalegu mynd.

Notre Dame hefur gengið í gegnum margar hremmingar. Hún var vanhelguð í frönsku byltingunni sem hófst 1789. Þá var mikið eyðilagt af kirkjugripunum, styttum og helgimunum – byggingin var notuð sem vöruhús. Ætlun byltingarsinna var að upphefja trú á skynsemi og útrýma trú.  Napóleon var afsprengi byltingarinnar, en hann lét þó krýna sig keisara við mikla viðhöfn í Notre Dame og afhenti kaþólsku  kirkjunni bygginguna aftur til yfirráða.

En kirkjan sjálf var illa farin á þeim tíma. Hún var nánast rúst að innan og ytra byrðið var hrörlegt. Það var svo 1831 að Victor Hugo gaf út sína miklu skálds0gu,, Notre-Dame de Paris, með hringjaranum Quasimodo og yngismærinni Esmeröldu. Þá vaknaði áhugi á kirkjunni og ráðist var í mikla endurbyggingu sem hófst árið 1844. Endurreisnin stóð í 25 ár. Turnspíran sem féll nú áðan var reist á þeim tíma og var stærri og glæsilegri en sú sam var fyrir.

Þð var bara rétt um daginn að ég las grein þar sem var fjallað um hversu illa Notre Dame kirkjan er farin. Mengunin sem hrjáir stórborgir fer illa með gamlar byggingar, bílaútblástur er sem eitur fyrir þær.. Kirkjuna hefur þurft að hreinsa reglulega – reyndar eyða Frakkar miklu fé í að halda við þeim aragrúa af merkilegum mannvirkjum sem eru í landinu. Engin þjóð sinnir slíku betur – og það er rándýrt í landi þar sem er svo mikið af merkum menningarminjum. Í þessari grein stóð að kirkjan væri í svo slæmu ástandi að viðgerðirnar yrðu óheyrilega kostnaðarsamar.

Nú er sagt að líklegast sé að hafi einmitt kviknað í út frá viðgerðum.

Með Notre Dame brennur eitt af helstu táknum og kennileitum Parísar. En Frakkar eiga fleiri dómkirkjur og sumar eru alls ekki síðri en Notre Dame. Þar má nefna Bourges, Amiens, Rouen, Strasbourg, Chartres og Reims. Það er ekki einu sinni víst að Notre Dame sé flottust. En hún stendur auðvitað í höfuðborginni París sem allt hverfist um í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus