fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Er ríkisstjórnin að drepa einkaframtakið? Greiðir frekar meira fyrir aðgerðir erlendis en að láta gera þær hérlendis

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. apríl 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um eitt þúsund manns eru nú á biðlista eftir að komast í hnjá- og mjaðmaliðsskiptaaðgerðir hér á landi. Svona er staðan þrátt fyrir að fyrir þremur árum hafi átaki, til að stytta biðlista, verið ýtt úr vör. Samkvæmt lögum geta sjúklingar farið í aðgerðir erlendis ef biðtíminn hér á landi er lengri en þrír mánuðir. Ríkið greiðir kostnaðinn við þær aðgerðir. En á sama tíma vill ríkið ekki greiða fyrir hnjá- og mjaðmaliðsskiptaaðgerðir hjá Klíníkinni, sem er einkasjúkrahús í Reykjavík, þrátt fyrir að þær séu mun ódýrari en aðgerðir erlendis. Þá er hentugra fyrir sjúklinga að fara í aðgerð þar en að þurfa að fara til útlanda.

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um málið og rætt við Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar en hún er áheyrnarfulltrúi í velferðarnefnd Alþingis.

„Fyrir menn sem hafa verið að fylgjast með þessari vegferð þá held ég að það sé erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri að ríkisstjórnin hafi síðastliðin ár verið í ákveðinni herferð gegn sjálfstætt starfandi sérfræðingum í heilbrigðisgeiranum. Á því eru ýmsar birtingarmyndir en ein þeirra sem er kannski hvað skýrust er nákvæmlega þessi staða með biðlistana og þær aðferðir sem heilbrigðisyfirvöld beita þar. Það liggur svo skýrt fyrir að aðrar og betri leiðir eru færar.“

Er haft eftir henni um stöðu mála og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í málinu og hún bætti við:

„Yfirlýst markmið heilbrigðisyfirvalda er að efla opinbera þjónustu, en staðreyndin er sú að þetta er greitt úr ríkissjóði og er því opinber þjónusta. Það er bara verið að drepa einkaframtakið til þess að efla hið ríkisrekna.“

Er haft eftir Hönnu Katrínu sem sagði einnig að þetta valdi keðjuverkun í heilbrigðiskerfinu því stofnanir sem sinna þessum aðgerðum hafi síður tök á að sinna öðrum aðgerðum vegna anna.

Haft er eftir Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að ekki hafi verið samið við einkaaðila um þessar aðgerðir þar sem um aðskilin kerfi sé að ræða. Taka þurfi nýja ákvörðun og finna nýtt fjármagn til að semja við aðila utan opinbera kerfisins um aðgerðir sem þessar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki