fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Guðlaugur talaði um góða skattheimtu á fundi Alþjóðabankans

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt ávarp fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í þróunarnefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins laugardaginn 13. apríl. Þar talaði hann um að áhersla yrði lögð á fjölþjóðlegt samstarf í alþjóðaviðskiptum, loftslagsmálum, mannauðsmálum, mannréttinda- og jafnréttismálum.

Hann sagði fjármögnun þróunar mikilvæga, þá sérstaklega með betri skattheimtu þar sem komið yrði í veg fyrir ólöglegt fjármagnsflæði og skattundanskot. Þar að auki talaði Guðlaugur um skuldastöðu þróunarríkja og hvernig ætti að bregðast við henni.

Guðlaugur talaði sérstaklega um bláa hagkerfið eða hagkerfi hafsins á sérstökum fundi smáríkja þar sem umræðuefnið varðaði loftslagsbreytingar og hvernig best væri að sporna við henni. Hann sagði Ísland leggja áherslu á málefni hafsins í víðu samhengi og þar mætti nefna verndun sjávar og sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðs Íslands 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?