fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Smári sakar Hannes Hólmstein um að smyrja saur – „Farðu rakki, farðu!“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Gunnar Smári Egilsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson hafa lengi eldað grátt silfur saman enda ósammála um margt er víkur að stjórnmálum og þjóðmálum. Oft slær mjög harkalega í brýnu milli þessara tveggja orðfimu manna. Sjaldan hafa þó þyngri orð verið látin falla en í deilu þeirra félaga í gær.

Upphaflega tilefnið var grein eftir Þórlind Kjartansson um uppgang öfgaafla og pópulista í stjórnmálum á Vesturlöndum. Þessi áhugaverða grein ber yfirskrifina „Hvernig gat þetta gerst?“ Þórlindur segir að það sem einkenni „flesta helstu forsprakkana í stríðinu gegn frjálsum viðskiptum, friðsælli alþjóðasamvinnu og almennum mannréttindum er að þeir búa við þann ágæta munað að þurfa ekki á nokkurn hátt að deila afleiðingum upplausnarinnar með meðborgurum sínum.“

Gunnar Smári segir í pistli sínum um grein Þórlindar að það vanti mikilvægan þátt í greinina, það hvernig nýfrjálshyggjan hefur fært hin pólitísku völd til fjármálaaflanna. Hann ritar:

„Hið rétta er að undir slíkum slagorðum og yfirvarpi hafa völdin verið færð frá hinum pólitíska vettvangi út á hinn svokallaða markað á liðnum fjórum áratugum, færð frá vettvangi þar sem hver maður hefur eitt atkvæði yfir á vettvang þar sem hver króna hefur eitt atkvæði.“

Hættu að smyrja saur á vegginn minn!

Gunnar Smári gerir síðan athugasemd undir pistlinum þar sem hann leggur hlý orð til Þórlindur:

„Ég tek fram að mér hefur fundist vænt um Þórlind frá því við unnum saman fyrir margt löngu, þegar hann var ungur og efnilegur og áður en ég varð gamall og slitinn. Ég fylgdist af aðdáun með honum reyna að stunda sanngjörn og hjartahrein stjórnmál innan Sjálfstæðisflokksins, flokks sem í reynd bíður ekki upp á slíkt heldur aðeins ógeðslega grimma hagsmunagæslu, eins og almennt viðurkennt hefur verið eftir Hrun.“

Það er þarna sem kemur til hinna makalausu orðaskipta á milli Hannesar Hólmsteins og Gunnars Smára. Hannes skrifar:

„Ertu ekki að tala um tímabilið, á meðan þú varst leigupenni auðjöfranna (fyrir fimm milljónir á mánuði) árin 2003–2007 og varðir þá með kjafti og klóm á hverjum degi í Fréttablaðinu, jafnframt því sem þú hvíslaðir ljótum og uppspunnum sögum í eyru þeirra til að eggja þá út á foraðið? Nú ber rómantískan ljóma yfir þetta tímabil!“

Hannes Hólmsteinn vísar þarna til þess tíma þegar Gunnar Smári var ritstjóri Fléttablaðsins en þá andaði mjög köldu milli Davíðs Oddssonar þáverandi forsætisráðherra annars vegar og blaðsins hins vegar. Davíð hafði sérstaklega illan bifur á eigendum blaðsins og lagði hann fram fjölmiðlafrumvarp árið 2004 sem takmarkaði samþjöppun í fjölmiðlarekstri og hefði orðið til þess að þáverandi fjölmiðlasamsteypa sem Fréttablaðið var hluti af hefði verið leyst upp. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, synjaði hins vegar lögunum undirskriftar og þau tóku því aldrei gildi.

Gunnar Smári svarar þessari athugasemd Hannesar og reiðir hátt til höggsins:

„Nei, Hannes, ég var ekki leigupenni, ég var blaðamaður. Ég veit þú veist ekki hvað það er, en ég set þetta samt hér inn. Farðu svo með þína illmælgi og slúður yfir á þinn vegg á Facebook. Ég kæri mig ekki um að þú sért að borga auðfólkinu sem heldur þig uppi, meðal annars með fjáraustri úr sjóðum skattborgara, með því að smyrja saur á vegginn minn. Farðu rakki, farðu.“

Gunnar Smári bætir síðan um betur þegar aðrir þátttakendur í umræðunni svara Hannesi og skrifar:

„Í guðsbænum ekki fara að svara Hannesi hér, hann er ekki svaraverður. Ef það spinnst hér eitthvert samtal út frá þessu röfli í manninum mun ég eyða kommenti hans og blokkera hann. Ég mun ekki missa af neinu þótt ég sjá ekki þruglið í honum, hann hefur ekkert sagt af viti í meira en fjörutíu ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“