fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Fleiri fluttust til landsins á síðasta ári en frá því – Fleiri íslenskir ríkisborgarar fluttu frá landinu en til

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. apríl 2019 07:50

Hluti landsmanna á góðri stundu. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári fluttu 6.556 fleiri til landsins en frá. Metárið 2017 voru það 8.240 fleiri sem fluttu til landsins en frá því. 2017 og 2018 eru þau tvö ár í sögunni þar sem flutningsjöfnuðurinn hefur verið hæstur. Þar á eftir koma 2006 og 2007 þegar um 5.200 fleiri fluttu til landsins en frá því.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Fram kemur að á síðasta ári hafi 14.275 flutt til landsins en 2017 voru þeir 14.929. Á síðasta ári fluttust 7.719 frá landinu en 2017 voru þeir 6.689. 65 fleiri íslenskir ríkisborgarar fluttu frá landinu á síðasta ári en til þess. Hvað varðar erlenda ríkisborgara fluttu 6.621 fleiri til landsins en frá því. Það eru því erlendir ríkisborgarar sem skapa jákvæðan flutningsjöfnuð.

2.803 íslenskir ríkisborgarar fluttu af landi brott á síðasta ári og lá leið flestra til Danmerkur en þangað flutti 921. Til Svíþjóðar fluttu 505. Þar á eftir kom Noregur. Af aðfluttum íslenskum ríkisborgurum komu flestir frá Danmörku eða 808.

Pólverjar eru fjölmennasti hópur aðfluttra útlendinga á síðasta ári en þeir voru 3.897. Pólverjar voru einnig stærsti hópur útlendinga sem flutti frá landinu á síðasta ári eða 1.707.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega