fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Ef Assange verður framseldur til Bandaríkjanna er það stórkostlegt hneyksli og álitshnekkir fyrir bresku ríkisstjórnina

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú ætla ég að leyfa mér að hafa enn í bili slíka trú á mannkyninu að álíta að Julian Assange verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Að hann verði einungis leiddur fyrir dómara í Lundúnum og að lokum dæmdur í sekt eða stutt fangelsi fyrir að hlaupast undan réttvísinni – inn í sendiráð Ekvador þar sem hann hefur hírst í mörg ár. Ekkert væri við það að athuga.

Ef ég hef rangt fyrir mér, ja, þá er það alþjóðlegt hneyksli og skelfilegur álitshnekkir fyrir bresku ríkisstjórnina. Framsali hans til Bandaríkjanna yrði mætt með gífurlegum mótmælum um allan heim. Assange yrði aþjóðlegur píslarvottur málfrelsisins.

Bretland virkar eiginlega alveg stjórnlaust nú á tíma Brexit. Íhaldsflokkurinn logar í átökum og maður veit ekki hversu lengi Theresa May þraukar sem forsætisráðherra. Furðufuglinn Boris Johnson gæti tekið við – maður sem er þekktur fyrir hvað hann er prinsípplaus. Framsal Assange yrði til marks um hvað þetta fólk er tilbúð að leggjast lágt.

Ég hef reyndar fremur hallast að Assange hefði á sínum tíma átt að fara til Svíþjóðar og standa fyrir máli sínum gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. Því hefði aldrei fylgt stór refsing. Og ég tel að það hefði verið ólíklegt að Assange hefði verið framseldur frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Almenningsálitið  þar í landi hefði einfaldleg ekki leyft það. Kannski var hin langa sendiráðsdvöl óþarfi?

Ég get sagt eins og er að mér hefur mislíkað eitt og annað í vinnubrögðum Assanges og WikiLeaks. En það breytir því ekki að atburðarásin sem fór í gang í morgun vekur ugg. Það virðist vera að handtakan sé byggð á framsalskröfu frá Bandaríkjunum, það segir a.m.k. í nýjustu fréttum í Guardian.  Ef sú er raunin þarf tafarlaust að hefjast handa við að afstýra því.

Það má segja að Julian Assange hafi að nokkru leyti byrjað feril sinn á Íslandi. Íslensk stjórnvöld ættu að mótmæla kröftuglega tilraunum til að framselja hann – enda eru nákvæmlega engin rök fyrir slíku.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus