fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Umdeildar nýjar stórbyggingar í miðborginni í Osló

Egill Helgason
Laugardaginn 9. mars 2019 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt listasafn í Osló, sem á meðal annars að hýsa málverk Edvards Munch, vekur afar lítinn fögnuð. Húsið er kallað Lambda, eftir grískum bókstaf, og hefur verið lengi í byggingu. Teikningarnar voru valdar eftir samkeppni árið 2009 þar sem spænski arkitektinn Abalos Herreros bar sigur úr býtum.

Framkvæmdir voru stöðvaðar um tíma vegna deilna og þá var ákveðið að breyta hluta af teikningunni, nota ál í stað glers. Húsið þykir ekki hafa fríkkað við það og nú hefur meira að segja formaður dómnefndarinnar frá 2009 lýst því yfir að byggingin líti skelfilega út. Húsið mun semsagt ekki lýsa eins og ætlast var til, heldur lítur út fyrir að það verði dimmt og þunglamalegt.

Teikningunum var breytt meðal annars vegna kostnaðar sem var að fara úr böndunum og vegna þess hversu óhagkvæmt það virtist ætla að verða – margir voru reyndar þeirrar skoðunar að réttast væri að hætta við framkvæmdirnar og byggja heldur við gamla Munch-safnið.

Þetta stórhýsi mun gnæfa yfir hið nýlega óperuhús í Osló – það er aftur á móti bygging sem hefur vakið mikla hrifningu og dregur að sér marga gesti. En það er fleira sem er umdeilt varðandi stórframkvæmdir fyrir listastarfsemi í Osló. Í grennd við hið fræga ráðhús borgarinnar er að rísa gríðarlega stór bygging þar sem á að koma fyrir þjóðlistasafni Noregs auk arkítektur- og hönnunarsafna.

Safnið á að opna 2020 en bæjarbúar eru þegar farnir að finna því uppnefni, því er líkt við fangelsi, það er kallað grátmúrinn, en einkum er gagnrýnt hversu fráhrindandi það sé – líkt og aðaltilgangurinn sé að loka listaverkin inni í nógu öruggum hirslum.

 

 

Norðmenn eru ekki beint fátækir. Enn ein stórframkvæmd í Osló er nýtt hverfi undir byggingar fyrir stjórnsýsluna. Þetta verða níu hús, 182 þúsund fermetrar og þar eiga að geta unnið 4430 starfsmenn. Ráðgert er að byrjað verði að nota húsin 2024 en framkvæmdinar standi ennþá yfir í nokkurn tíma eftir það.

.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“