fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Skelfiskmarkaðurinn og ostrurnar sem tákn um gróðærið sem er að líða

Egill Helgason
Mánudaginn 4. mars 2019 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meginhugsunin íslenskri ferðaþjónustu hefur undanfarin ár byggt á því að greinin myndi halda áfram að vaxa. Farþegaspárnar úr fluggeiranum voru þannig – flugfélögin myndu halda áfram að fytja síaukinn fjölda farþega yfir Atlantshafið með viðkomu í samkomumiðstöðinni Reykjavík.

Þegar andrúmsloftið er svona er auðvelt að reikna sig í alls konar niðurstöður í excel. Um að það geti verið góður bisness að byggja sífellt fleiri hótel og innrétta veitingastaði sem fjölgar stöðugt á sama svæðinu.

En nú hefur hægst á ferðamannaaukningunni sem var forsendan fyrir þessu og samsetning ferðamannahópsins er líka önnur.

Áðan var tilkynnt að veitingastaðurinn Skelfiskmarkaðurinn væri að loka  Skelfiskmarkaðurinn gæti orðið tákn fyrir gróðærið sem er nú að líða í ferðabransanum. Hann virkar eins og viss hápunktur í oflætinu sem stundum grípur Íslendinga – líkt og toppur þaðan sem leiðin gat aðeins legið niður á við. Svona eins og gullpastað á sínum tíma.

Það eru ekki nema fáir mánuðir síðan Skelfiskmarkaðurinn opnaði við nýuppgert torg á Laugaveginum, þar sem einu sinni var óræktin og hræbillegt skipulagsleysið á Hjartatorgi svokölluðu. Torgið var byggt upp á nýtt og gert fullkomlega sterílt –það hefur verið stefnan í arkítektúrnum að útrýma helst staðareinkennum.

Svo kom Skelfiskmarkaðurinn, það var tilkynnt með pompi og prakt að á veitingahúsinu væri ekkert til sparað, allt væri rándýrt, húsnæðið, innréttingar, borðbúnaður og ótölulegur fjöldi starfsfólks á vakt.

Maturinn var líka rándýr. Eiginlega þannig að setti maður sig í spor ferðamanns á Íslandi hefði maður hlaupið beinustu leið í Bónus ofar á Laugaveginum. Þarna var hægt að fá ostrur sem voru sagðar vera íslenskar, en kom svo í ljós að voru fluttar inn frá Spáni og látnar vaxa aðeins í íslenskum sjó. Þetta voru frekar smáar ostrur, en 12 stk. kostuðu 9000 krónur, samkvæmt matseðlinum.

Látum liggja á milli hluta að einhverjir gestir hafi veikst af ostrunum, slíkt getur hent. Undirritaður borðaði eitt sinn skemmda ostru á fínum veitingastað í París og fékk af því ógurlegar uppsölur. Máski eru eitruðu ostrurnar skýringin á því að staðurinn fer á hausinn – en raunar virðist talsverður hluti veitingageirans vera á sömu leið og þarf ekki matareitrun til. Nú tæmist væntanlega húsnæðið við torgið þar sem Skelfiskmarkaðurinn hefur verið. Á sama tíma er að líta dagsins ljós ógurlegt magn af veitingastaða- og verslunarhúsnæði í miðborginni og mann grunar að mikið af þessu muni standa tómt.

Maður upplifir þetta eiginlega sem tímamót. Hvert fór bjartsýnin?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus