fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Stjórnvöld hafa enga fagurfræði, bara einhvern neyslusmekk

Egill Helgason
Sunnudaginn 31. mars 2019 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarmaðurinn snjalli, Steingrímur Eyfjörð, er í skemmtilegu viðtali í Morgunblaði helgarinnar – það er sjálfur menningarritstjórinn Einar Falur Ingólfsson sem ræðir við hann. Tilefnið er að Steingrímur opnaði í gær sýningu í Hverfisgalleríi – hún ber yfirskriftina Megi þá helvítis byltingin lifa. Það mun vera tilvitnun í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. En Steingrímur segir í viðtalinu: „Auðvitað verður samt engin bylting.“

Steingrímur ræðir meðal annars um skort á fagurfræðilegum viðmiðum, „stjórnvöld hafa til dæmis enga fagurfræði, bara einhvern neyslusmekk,“ segir hann.

Einar Falur spyr hvort verk Steingríms séu viðbrögð við hinum póstmódernísku tímum þar sem „allt á að vera jafngilt?“

Steingrímur svarar:

„Sá tími er búinn. Og hlutir þurfa að fá merkingu. Sjáðu þennan arkitektúr hér niðri í bæ,“ segir hann og bendir á nýbyggingarnar við Hafnarstræti. „Það er grátlegt að hafa ekki notað tækifærið til að fá arkitekta til verksins sem hefðu komið með einhverja fagurfræði og þekkingu, í stað þess að koma með þetta „big city look-a-like“ sem sýnir bara minnimáttarkenndina í okkur Íslendingum. Nú þurfum við Reykvíkingar að búa með þessu!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins