fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kleinuhringjainnrásin fer gjörsamlega út um þúfur

Egill Helgason
Laugardaginn 30. mars 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það leit út fyrir það um tíma að allt Íslands myndi fyllast af kleinuhringjum. Lýðheilsufrömuðir höfðu áhyggjur, en almenningur beið í löngum biðröðum framan við kleinuhringjastaðina og gekk svo burt með stóra kassa af þessu góðgæti.

En tímabil kleinuhringjanna gekk hratt yfir á Íslandi. Það verður kannski að segjast eins og er að þetta er frekar ólystug matvara – að minnsta kosti benda viðskiptahættir íslensku þjóðarinnar til þess.

Dunkin’ Donuts ætlaði að opna 16 kleinhhringjastaði á Íslandi, sá fyrsti opnaði 2015 á Laugavegi, þá var biðröðin svona, en plönin gengu ekki eftir og nú er alveg búið að loka Dunkin´Donuts.

Í kjölfarið á Dunkin´Donuts kom kleinuhringjakeðjan Krispy Kreme. Sú innrás er líka að mistakast algjörlega, því í dag var tilkynnt að tvö af þremur útibúum Krispy Kreme á Íslandi væru að loka. Þessir kleinuhringir verða þá framvegis einungis fáanlegir í Smáralind.

Kleinuhringjainnrásin fór semsagt nánast gjörsamlega út um þúfur á innan við fjórum árum.

 

En íslenska kleinan lifir. Reyndar hefur verið stungið upp á því að hún fái að heita dough-knot á ensku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn