fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hatari fær óblíðar viðtökur í ísraelsku pressunni – rætt um að þeim verði vísað úr keppni

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. mars 2019 23:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert er fjallað um sigur Hatari í undankeppni Evróvisjón á Íslandi í ísraelskum fjölmiðlum og mikið gert úr fyrri yfirlýsingum hljómsveitarmeðlima og gagnrýni þeirra á Ísrael. Fréttin hér að ofan er úr Times of Israel og hún heldur svona áfram. Þarna er talað um að Hatari gæti lent í því að vera vísað úr keppninni fyrir að brjóta reglur um pólitískan boðskap.

En Jerusalem Post segir svona frá frá sigri Hatari. Þar eru líka vangaveltur um að hljómsveitin kunni að vera rekin úr keppninni. Það er ljóst að Ísraelar munu fylgjast grannt með öllu sem má túlka sem pólitík. Núorðið er reglan hjá þeim að mæta öllu slíku með hörku.

 

 

 

Hatari – og Ísland og Íslendingar – fá svo óblíðar viðtökur í athugasemdakerfum þessara blaða. Þar er hvatt til þess að atriðið verði bannað,þeim verði ekki hleypt inn í Ísrael, spurt hvort Ísland sé íslamskt ríki, því haldið fram að þarna séu Íslendingar að verða sér til skammar, spurt hvert framlag Íslendinga til heimsins hafi eiginlega verið, hvort einhver myndi taka eftir því þótt Ísland hyrfi af yfirborði jarðar, einn vonar að verði slökkt á Hatari í miðri útsendingu, annar minnir á hvalveiðar Íslendinga.

Svo er sagt að þarna sé á ferðinni rótgróið gyðingahatur lúterstrúarmanna, minnt á hvalveiðar Íslendinga, en svo er þarna íslensk kona sem biðst afsökunar á öllu saman. Henni svarar svo maður sem segir að varasamt sé fyrir hina lítilmótlegu Íslendinga að vanmeta Benjamin Netanjahu en eins og kunnugt er hefur Hatari boðið honum í glímu.

En við erum semsagt komin inn á ansi viðkvæmt svæði. Ísraelar virðast búast við einhverjum óskunda frá Hatari – og einhvern veginn verða þeir að útbúa atriði sitt þannig að sé einhver meining með gjörningnum sem hefur gengið svo vel hingað til og broddur í honum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt