fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Síðasta úrræðið – hinn einkennilegi gambítur Theresu May

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. mars 2019 22:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brexit er að leysast upp í einhverjum furðulegasta pólitíska gambíti seinni tíma. Menn eiga lengi eftir að ráða í þessa atburðarás, en það sem gerist er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, veðjar á að að allir séu orðnir svo leiðir á sér, treysti sér svo illa, hafi slíkan ímugust á sér, að þeir muni fórna því til að kjósa gegn sannfæringu sinni í Brexit.

Og þannig muni samningurinn sem hún hefur gert við Evrópusambandið fara í gegn. May leggur semsagt sjálfa sig að veði, eða eins og sumir fjölmiðlar orða það fremur ósmekklega – leggur höfuð sitt á höggstokkinn.

Síðan geti hafist væntanlega blóðug barátta um hver verði næsti forsætisráðherra. En vandinn er reyndar sá að enginn sem er þolanlega hæfur virðist vera í sjónmáli. Þannig að þótt Theresa May sé afskaplega óvinsæll forsætisráðherra, og hafi í raun ekki getað gert neitt annað á hátt í þremur árum  sínum í embætti, en reynt að leysa Brexit-hnútinn, já, jafnvel þótt hún sé nánast örugg með að fylla flokk verstu forsætisráðherra Bretlands, verandi leiðtoginn sem missti algjörlega stjórn á sínum eigin flokki og þinginu,  þá er alveg hugsanlegt að fólk eigi eftir að sakna hennar.

Það er til dæmis möguleiki að Boris Johnson eða Michael Gove taki við. Báðir gætu átt það til að taka einhver snúning til að komast í Downingsstræti – með tilheyrandi hnífasettum í einhverjum bökum.

En hérna má sjá hvað glundroðinn er mikill. Í dag fjallaði breska þingið um ýmsar tillögur til lausnar. Allar voru felldar. Ein tillagan, og sú sem var felld með hvað mestum mun – aðeins minni en enginn samningur – felur í sér að Bretland gangi í EFTA og taki þátt í EES samningnum.

Sá sem þetta skrifar verður eiginlega að segja að honum líst best á síðustu tillöguna, tveggja ára biðtíma. Mætti jafnvel vera lengri. Ekki er flas til fagnaðar. En það var kolfellt.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega