fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

ESB segir að „no deal“ Brexit verði sífellt líklegra

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjórn ESB telur sífellt líklegra að versta útgáfa Brexit verði að veruleika en það er svokölluð „no deal“ útganga. Í henni felst að þegar Brexit tekur gildi hafi samningar um útgönguna ekki náðst á milli ESB og Bretlands.

Mikill pólitískur óróleiki einkennir nú bresk stjórnmál og ákveðnar efasemdir eru uppi um framtíð Theresa May sem forsætisráðherra landsins.

Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórninni kemur fram að þar sem sífellt líklegra sé að Bretar yfirgefi ESB þann 12. apríl án þess að hafa náð samningi um útgönguna þá hafi framkvæmdastjórnin í dag lokið undirbúningi sínum fyrir „no deal“ útgöngu.

Það sem er sérstaklega alvarlegt fyrir Breta í þessu samhengi er að ESB staðfestir um leið að um leið og Brexit tekur gildi verði tekið upp eftirlit með vörum frá Bretlandi og fylgst verði með hvort þær uppfylli kröfur ESB.

Eftirlit sem þetta mun hafa miklar truflanir í för með sér og valda miklum vanda beggja meginn Ermasunds. Hætt er við að innflutningur til Bretlands muni fara úr skorðum en Bretar þurfa að flytja ýmislegt inn sem þeir framleiða ekki nóg af sjálfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn