fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Styrmir: „Varla snýst forystusveit Sjálfstæðisflokksins gegn slíkri tillögu – eða hvað?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 12:15

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, hefur reynst Sjálfstæðisflokknum óþægur ljár í þúfu síðustu ár, með gagnrýni sinni á stefnu flokksins. Innleiðing þriðja orkupakka ESB er hans helsta hugðarefni þessi dægrin og af orðum hans má skilja að verði orkupakkinn samþykktur á Alþingi, muni það reynast þingmönnum Sjálfstæðisflokksins illa í prófkjörum og kosningum. Hefur Styrmir jafnvel talað um að stofnað yrði nýtt sjálfstæðisfélag um fullveldi landsins og að Miðflokkurinn bíði á hliðarlínunni.

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta hótun hjá Styrmi, að ef þingmenn flokksins kysu ekki gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, hygðist Styrmir sjálfur sjá til þess að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Styrmir hefur síðan dregið í land og sagt allt slíkt tal um klofning vera óskhyggju andstæðinga Sjálfstæðisflokksins.

Lýðræðisleg tillaga

Styrmir segir í dag að yfirlýsingar Sjálfstæðismanna vegna þriðja orkupakkans, dugi ekki til að lægja öldurnar innan flokksins. Þar segir hann aðeins eitt koma til greina:

„En það er til ein lýðræðisleg aðferð til þess að gera út um málið innan flokksins á þann veg, að allir hljóta að geta orðið sáttir. Af viðbrögðum við tillögu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið má ráða að stjórnarflokkarnir muni ekki fallast á slíka málsmeðferð. Auðvitað getur forseti Íslands komið þar til skjalanna, eins og fordæmi er fyrir og ekki ólíklegt að á það verði látið reyna, hvort hann er tilbúinn til þess. En leiðin fyrir sjálfstæðismenn til þess að ná sáttum í eigin röðum er þessi: Efnum til atkvæðagreiðslu meðal allra flokksbundinna sjálfstæðismanna, sem sennilega eru 40-50 þúsund talsins um hvað gera skuli. Það er lýðræðisleg aðferð í lýðræðislegum flokki og einfalt tæknilega séð að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu.“

Styrmir leggur því til að kosið verði um málið innan Sjálfstæðisflokksins, þó svo málið sé komið fyrir Alþingi, til þess að skapa sátt í baklandinu. Ljóst er að ef niðurstaðan í slíkri kosningu verði sú að meirihlutinn leggist gegn innleiðingu, setur það þingflokkinn í erfiða stöðu gagnvart baklandinu. Stöðu sem Vinstri grænir hafa verið í frá byrjun ríkisstjórnarsamstarfsins.

Styrmir setur setur síðan þrýsting á þingflokk Sjálfstæðisflokksins í niðurlagi pistilsins hvar hann spyr:

„Varla snýst forystusveit Sjálfstæðisflokksins gegn slíkri tillögu – eða hvað?“

Ályktanir liggja fyrir

Spurningin er síðan hvort slík kosning sé ekki óþarfi, þar sem ályktanir frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins síðan í fyrra eru á þá leið að standa þurfi vörð um fullveldi þjóðarinnar, en þar segir orðrétt:

„Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.“

Skýrara getur það varla verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus