fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Segja viðbótarkröfur vegna smíði Herjólfs ekki standast skoðun

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 13:15

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf hefur skyndilega á lokametrum verksins krafist viðbótargreiðslu sem nemur nærri þriðjungi af heildarverði skipsins. Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

„Samningur aðila kvað á um smíðaverð upp á 26.250.000 evrur, síðan hefur verið samið um fjölda aukaverka, þar á meðal fulla rafvæðingu Herjólfs, alls upp á 3.492.257 evrur. Skriflegir samningar eru til um öll þessi aukaverk svo sem eðlilegt er. Tafir hafa orðið miklar þrátt fyrir að í samningum um aukaverk hafi verið samið um lengdan verktíma. Tafabætur nema núna ríflega einni og hálfri milljón evra, samkvæmt útreikningum Vegagerðarinnar.

Samningsupphæðin ásamt samningum um aukaverk, ef horft er framhjá tafabótum, gera lokaverð uppá rétt ríflega 29,7 milljónir evra eða um 4 milljarða ísl. kr. á genginu í dag. Skipasmíðastöðin gerir nú hinsvegar kröfu upp á heildarverð sem nemur 38.430.000 evrum eða ríflega 5,2 milljörðum ísl. kr. Krafan um viðbótargreiðslu, sem ekki hefur verið nefnd fyrr en nú, hljóðar upp á um 8,9 milljónir evra eða ríflega 1,2 milljarða ísl. kr. á gengi dagsins.

Það kom Vegagerðinni verulega á óvart að á lokastigum væri gerð þessi krafa um upphæð sem nemur um þriðjungi heildarverðsins. Þetta kemur sérstaklega á óvart þar sem smíðasamningurinn er alveg skýr í þessum efnum og á fundum með skipasmíðastöðinni hefur þetta aldrei verið nefnt.“

Breytt hönnun – Aukin kostnaður

Skipasmíðastöðin ber fyrir sig að hönnun skipsins hafi breyst sem feli í sér aukinn kostnað. En líkt og venjan er þegar samið er við skipasmíðastöð um smíði skips sem hefur verið forhannað þá tók Crist S.A. yfir fulla og ótakmarkaða ábyrgð á hönnun skipsins þegar samið var um smíðina.

„Þetta kemur strax fram í fyrsta kafla smíðasamningsins þar sem stendur: 1. Builder’s and Buyer’s obligations It is mutually agreed between the Builder and the Buyer that: (a) the Builder shall design, construct, test and survey, launch, equip, complete, sell and deliver the Vessel to the Buyer all in accordance with good international shipbuilding and marine engineering practice for modern passenger ferries operating in Northern Europe trade and suitable for the Intended Service. Although the Buyer has provided a presentation of the intended service and certain tank tests and other inputs it is expressly agreed that all design and construction responsibility shall remain with the Builder; and (b)the Buyer shall purchase, take delivery of and pay for the Vessel. Þetta er síðan margítrekað í smíðalýsingunni, sem vísað er í hér að ofan.“

Lenging og nýtt stefni

  • Skipið var lengt um 1,8 m eftir að skipasmíðastöðin komst að því að skipið myndi verða þyngra en þeir höfðu áætlað og þeir gætu ekki staðið við ákvæði samningsins varðandi djúpristu og burðargetu (dauðvikt). Crist S.A. gerði tillögu að lengingu skipsins til þess að geta staðið við samninginn og var fallist á það.
  • Samtímis var í samráði við Vegagerðina ákveðið að breyta stefni skipsins til að minnka mótstöðuna til að vega upp á móti aukinni mótstöðu við lenginguna og aukna djúpristu.
  • Viðaukasamningur (Amendment NO 1) var gerður um lenginguna 7. september 2017. Þar eru ákvæðum samningsins sem lúta að stærð og djúpristu breytt og jafnframt var afhendingartími skipsins lengdur frá 20.6.2018 til 1.08.2018. Öll önnur ákvæði samningsins eru óbreytt þ.á m. verð, enda var farið eftir ákvæðum samningsins um ábyrgð Crist S.A. á hönnun skipsins.
  • Hvergi í viðræðum við stöðina, fundargerðum, bréfum eða öðrum gögnum gerir Crist S.A. kröfu um aukaverð vegna þessara breytinga eða annarra fyrr en með bréfi þann 25.2.2019. Það er því á engan hátt mögulegt fyrir Vegagerðina að ganga að kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu sem nemur stórum hluta af heildarverðinu, sem stenst á engan hátt samninga aðila um smíði ferjunnar og sem hefur ekki verið nefnt fyrr en fyrir um mánuði síðan,

segir í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki