fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Samkomulag WOW við kröfuhafa í höfn – Breyta skuldum í hlutafé

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WOW air hefur komist að samkomulagi við meirihluta kröfuhafa um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu frá WOW.

Í samkomulaginu felst að að breyta skuldum kröfuhafanna í hlutafé og fjármagna fyrirtækið þar til stöðugleiki næst, en í tilkynningu segir að þetta sé mikilvægur áfangi til að tryggja sjálfbærni félagsins til lengri tíma litið.

Eru formlegar viðræður sagðar hafnar við fjárfesta, en ekki er tekið fram hverjir þeir fjárfestar eru.

Skuldabréfaeigendur og kröfuhafar funduðu í þriðja skiptið í gærkvöldi og var markmiðið að umbreyta skuldum í 49% hlutafjár.

Er talið að með þessu hafi skuldir WOW air lækkað um 15 milljarða en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vinnur Arctica Finance að því að safna 42 milljónum dollara, andvirði rúmlega 5 milljarða króna, til að bjarga WOW air frá gjaldþroti en sú áætlun varðar hin 51 prósentin, sem nú á að selja einnig.

Talið er að WOW skuldi alls um 200 milljónir dollara, eða um 24 milljarða íslenskra króna. Meðal kröfuhafa eru skuldabréfaeigendur, Isavia ohf, Arion banki, lífeyrissjóðir og leigusalar sem og aðrir, en skuld WOW við Isavia er talin nema nærri tveimur milljörðum.

Er Isavia sagt hafa gert þá kröfu að WOW hafi ávallt eina flugvél til taks á Keflavíkurflugvelli, svo unnt verði að taka hana upp í skuldir, gerist þess þörf.

Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, er einn kröfuhafanna. Hann segir við RÚV að óljóst sé hvað hlutverk Skúla verði hjá WOW í framtíðinni:

„Í dag er hann forstjóri félagsins og það verður í raun og veru bara nýrra eigenda að ákveða hans framtíðarhlutverk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2