fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Landslagssamningur Evrópu fullgiltur í ríkisstjórn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 17:30

Ríkisstjórn Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag að Ísland fullgildi Landslagssamning Evrópu. Samningnum er ætlað að stuðla að verndun, stýringu og skipulagi landslags ásamt því að koma á fót evrópsku samstarfi um landslag.

Almenn ákvæði samningsins varða einkum fjögur meginatriði:

  • Að í löggjöf sé fjallað um landslag og mikilvægi þess í umhverfi landsins viðurkennt.
  • Að móta og framfylgja stefnu um landslag sem miðar að verndun, nýtingu og skipulagi þess.
  • Að tryggja aðkomu almennings og annarra að mótun stefnu um landslag.
  • Að huga að landslagi við aðra stefnumótun, svo sem í stefnu um byggðaþróun, menningarmál, landbúnað, félagsmál og efnahagsmál.

„Landslagssamningurinn hverfist ekki einungis um að varðveita náttúrulegt umhverfi heldur einnig um tengsl manns og lands. Landslag er sameiginlegur náttúru- og menningararfur hverrar þjóðar og um leið uppspretta margvíslegra gæða sem hafa áhrif á líðan okkar sem einstaklingar og sem samfélag. Fullgilding samningsins mun marka tímamót – með henni er staðfestur vilji stjórnvalda til að stuðla að landslagsvernd,“

sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Sem fyrr segir samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum tillögu utanríkisráðherra um að Ísland fullgildi og gerist aðili að samningnum og að tillaga þar að lútandi verði lögð fyrir forseta Íslands. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið mun bera ábyrgð á innleiðingu og framfylgd samningsins í samvinnu við viðkomandi stofnanir ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti