fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn: Fjármálaáætlunin brostin áður en hún kemur úr prentsmiðju

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. mars 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, sem kynnt var um helgina, er brostin áður en hún kemur úr prentsmiðju,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024 var kynnt í fjármála- og efnahagsráðuneytinu á laugardag. Í kynningu á henni kom fram að vonast væri til þess að hún myndi vega þungt í því verkefni ríkisstjórnarinnar að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og hagsæld. Gert var ráð fyrir því að skattlagning á heimili og fyrirtæki lækki sem og skuldastaða ríkissjóðs.

Þorsteinn segir að efnahagsforsendur áætlunarinnar séu og hafi frá upphafi verið fullkomlega óraunhæfar. Þetta hafi Virðeisn bent ítrekað á í umræðu um fyrstu áætlun stjórnarinnar fyrir ári síðan.

„Þar er ekki aðeins um að ræða yfirstandandi lífróður WOW, þó vissulega setji staða félagsins ein og sér stórt strik í reikninginn.“

Þorsteinn bendir á fleiri atriði máli sínu til stuðnings:

„Ekkert varð af loðnuvertíð, sem ráð er fyrir gert í efnahagsforsendum stjórnarinnar, ferðamönnum fer fækkandi, fasteignamarkaður sýnir skýr merki kólnunar þessa dagana, verulega hefur dregið úr vexti einkaneyslu og raunar eru flestir hagvísar niður á við þessa dagana. Stjórnendur fyrirtækja hafa ekki verið jafn svartsýnir um langt árabil og leiðandi hagvísar sem ráðgafafyrirtækið Analytica gefur út hefur farið lækkandi 13 mánuði í röð.“

Þorsteinn segir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að stinga höfðinu í sandinn og láta sem ekkert væri.

„Það fellur þá væntanlega í hlut þingsins að koma áætlun ríkisstjórnarinnar niður á jörðina og aðlaga að þeim efnahagslega veruleika sem við blasir. Fullkomið aðhaldsleysi ríkisstjórnarinnar í fyrstu tveimur fjárlögum hennar sníður þinginu nokkuð þröngan stakk ef takast á að koma í veg fyrir að skera þurfi niður í ríkisfjármálum eina ferðina enn á tímum efnahagslegrar niðursveiflu. Gildandi fjármálastefna setur okkur nokkuð þröngan stakk. Takist ekki að bjarga WOW blasir við að þá stefnu þarf að endurskoða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma