fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Guðlaugur Þór segir sátt ríkja um orkupakkann en Ragnheiður telur að mikil átök séu framundan í flokknum

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. mars 2019 19:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra var í viðtali hjá Fanneyju Birnu Jónsdóttur í Silfrinu í dag. Þau ræddu meðal annars um hinn umdeilda þriðja orkupakka sem hefur vakið nokkra úlfúð innan stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin frestaði málinu fyrir jól en Guðlaugur Þór mun leggja fram þingsályktun um samþykkt hans í lok mánaðarins.

Í  þættinum sagðist hann telja að góð sátt ríkti innan Sjálfstæðisflokksins um málið eins og ríkisstjórnin legði það fram, bæði hvað varðar fullveldisafsal og möguleikana á að verði lagður sæstrengur.

„Þú getur sagt með réttu að gras­rótin sem vakti athygli á þessu hafi sigur í þessu máli,“ sagði Guðlaugur í þættinum.

En Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ekki alveg á sama máli. Hún spáir miklum átökum í flokknum og skrifar á Facebook.

„Það er svo dapurt að verða vitni aftur og aftur að því, að sumum í Sjálfstæðisflokknum finnist að þar eigi bara að ríkja ein skoðun. En nú kemur það líka greinilegar fram en áður að fara eigi gegn forystunni á næsta landsfundi og einstaka þingmönnum í komandi prófkjöri. Við sjálfstæðismenn þurfum að spyrja okkur sjálfa að því hvort þarna liggi ekki ástæða þess að flokkurinn okkar höfðar ekki lengur til hins almenna kjósanda.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus