fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ríkisaðstoð Íslands alls 92 milljónir evra

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. mars 2019 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland, Liechtenstein og Noregur veita ríkisaðstoð fyrst og fremst til að styðja við málaflokka eins og nýsköpun, rannsóknir- og þróunarverkefni, sem og umhverfismál. Öll ríkin hafa aukið útgjöld til ríkisaðstoðar og vörðu samtals 3.3 milljörðum Evra í ríkisaðstoð árið 2017.

Þetta kemur fram í nýrri samanburðarskýrslu ESA um ríkisaðstoð sem birt var í dag. Skýrslan fer yfir ríkisaðstoð sem veitt var í EFTA-ríkjunum til ársloka 2017.

  • Ísland veitti 92 milljónir Evra í ríkisaðstoð. Verkefnin sem Ísland styður við eru flest á sviði rannsókna, þróunar og nýsköpunar og er aðstoðin að mestu veitt með beinum styrkjum.
  • Liechtenstein jók útgjöld sín til ríkisaðstoðar í 5,22 milljónir evra sem er þreföldun að nafnvirði og rennur að mestu til umhverfisverkefna. Liechtenstein veitir hlutfallslega minnst af ríkisaðstoð á EES svæðinu.
  • Noregur veitir mestu ríkisaðstoðina af EFTA ríkjunum, eða 3,2 milljarða Evra. Stærsti hluti rennur til umhverfisverkefna, eða 39% af allri ríkisaðstoð í Noregi árið 2017. Noregur notar einkum skattaafslætti við veitingu ríkisaðstoðar og var 74% hennar í formi slíkra afslátta.

Skýrslan sýnir einnig að Ísland, Noregur og Liechtenstein nota nú einkum reglugerðina um hópundanþágur (GBER) við veitingu ríkisaðstoðar sem er einfaldari leið en áður var unnt að nota. .

„Samanburðarskýrslan sýnir vel að þau skref sem tekin hafa verið til að breyta og nútímavæða hvernig ríkin veita ríkisaðstoð hafa heppnast vel. Ríkin geta nú veitt ríkisaðstoð án þess að tilkynna það sérstaklega til ESA hverju sinni og bíða heimildar. Allir hagnast á þessari breytingu og einföldun,“ segir Högni S. Kristjánsson, stjórnarmaður ESA.

Skýrsluna má lesa hér.

Frekari upplýsingar:

Samanburðarskýrslan er birt árlega og sýnir þróun ríkisaðstoðar í EFTA-ríkjunum sem og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu.

Jöfn samkeppnisstaða fyrirtækja í Evrópu er eitt grundvallaratriði EES samningsins. Meginreglan er sú að ríkisaðstoð er bönnuð, því ekki má nota opinbera fjármuni til að viðhalda verndarstefnu eða skekkja samkeppnisskilyrði. Undantekningar eru heimilar, til dæmis til að vernda umhverfið, standa vörð um dreifðar byggðir og til að styðja við rannsóknir, nýsköpun og þróun. Ríkisaðstoð í þessum málaflokkum má oft veita í gegnum hópundanþágu (GBER). Ef ríkisaðstoðin fellur ekki undir hópundanþágu þarf að tilkynna hana sérstaklega og fá samþykki ESA. Ríkjunum ber að endurheimta ríkisaðstoð sem ekki samræmist reglunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“