fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Bjarni Benediktsson: Nýr dómsmálaráðherra komi úr röðum Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórnar

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 13. mars 2019 15:57

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, upplýsti í viðtali við RÚV í dag að það kæmi honum ekki á óvart að næsti dómsmálaráðherra kæmi úr röðum ríkisstjórnarinnar, það er að annar ráðherra taki að sér dómsmálaráðuneytið, eða að næsti dómsmálaráðherra kæmi úr röðum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ræddi hann málið við þingflokk sinn í dag og sagði að það kæmi honum ekki á óvart að það yrði lendingin. Nefndi hann engin nöfn í því sambandi, en sagðist búast við því að ríkisráðsfundur yrði haldin á morgun. Ekki væri þó hundrað í hættunni hvað varðar tímasetningu.

Aðspurður hvort það yrði ekki erfitt fyrir Sigríði að eiga afturkvæmt í ráðherrastól ef hann yrði skipaður öðrum úr þingflokknum, sagðist hann ekki telja það.

Bjarni sagði mikilvægt að eyða óvissunni varðandi úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu í gær, ákvörðunin hefði komið á óvart. Sagðist hann styðja og virða ákvörðun Sigríðar Andersen að stíga af ráðherrastóli

Hann segir málið aldrei hafa farið á það stig að samstarfsflokkarnir hafi gert kröfu um afsögn Sigríðar, sú ákvörðun hefði alfarið komið frá Sigríði sjálfri í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti