fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hvar er djúpríkið?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. febrúar 2019 20:04

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður er farinn að sjá hugtakið „djúpríkið“ notað í opinberri umræðu á Íslandi. Þetta er afar teygjanlegt orð.

Þetta er hugtak sem hefur komið talsvert við sögu í bandarískum stjórnmálum undanfarin ár. Stuðningsmenn Trumps hafa notað  það. Í því tilviki er djúpríkið einhvers konar samsæri embættismanna og elítu skriffinna til að koma í veg fyrir að Trump nái markmiðum sínum. Þar leggja líka fjölmiðlar hönd á plóg innan djúpríkisins. Það voru Steve Bannon og Breitbart sem komu hugtakinu inn í almenna umræðu fyrir fáum árum – og þess vegna hljómar það nú hér uppi á Fróni.

En svo er líka til aðeins annar skilningur á orðinu – það er samblástur þar sem taka þátt í einni eða annarri mynd  stjórnmálamenn, embættismannakerfið,  fjármálavaldið, iðjuhöldar, leyniþjónustur og herinn. Einhvers konar leynifélag – misjafnlega meðvitað. Kannski líkara því að vera vefur. Eisenhower varaði á sínum tíma við military-industrial complex. Bandaríkin komast býsna nálægt því að vera auðræði – það dylst engum hvað Wall Street ræður miklu, er nánast utan og ofan við lög. En það er ekki djúpríkið sem Trump á við.

Þetta slæst á milli þess að vera hugtak sem er máski nothæft í pólitískri greiningu, þó með talsverðri vinnu við skilgreiningar – og yfir í það að vera upphrópun samsæriskenningasmiða. Upphaflega mun orðið vera komið frá Tyrklandi þar sem það lýsti því hvernig herinn stjórnaði í raun landinu bak við tjöldin. Erdogan forseti hefur í ræðum orðið mjög tíðrætt um djúpríkið. Victor Orbán finnur líka óvini innan djúpríkisins.

Skilningurinn er semsagt mismunandi eftir því hvaðan menn koma í pólitík.

Hvað er þá djúpríkið á Íslandi? Styrmir Gunnarsson notar orðið í nýlegri grein. Einu sinni var sagt að ekki væri hægt að mynda ríkisstjórnir á Íslandi án þess að fara og fá grænt ljós á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Var Mogginn þá djúpríkið eða partur af því?

Hér hefur djúpríkið aðeins borið á góma fyrr og þá í tengslum við EES-samninginn  – semsagt að framkvæmd hans sé liður í starfsemi djúpríkisins. Einhverjir kynnu svo að segja að innan djúpríkisins starfi kvótaeigendur – þeir fá yfirleitt sínum vilja framgengt á Íslandi hvað sem tautar og raular – eru sá hagsmunahópur sem hefur mest völd. Hvað með þá sem stjórna lífeyrissjóðum sem ráða risastórum hluta af íslenska hagkerfinu?

Hugtakið er að komast á flug þessa dagana, nú les maður að djúpríkið vilji fá fjóra bankastjóra.  Ásetningur þess er semsagt að verða býsna skýr. En hvað þá með bankana – vill djúpríkið hafa þá áfram í ríkiseigu eða láta einkavæða þá?

En grunnhugmyndin er sú að djúpt inni í ríkinu sé annað ríki þar sem stjórnmála- og embættismenn hugsi ekki um annað en að skara eld að eigin köku.

Svo eru fleiri hliðar sem má skoða. Það sem háir íslenskum almenningi einna mest er gríðarlega hár vaxtakostnaður. Lækkanir á því sviði kæmu alþýðu manna í raun betur en kauphækkanir – sem reyndar er hætt við að týnist í hærri vöxtum og verðbótum.. Er það djúpríkið sem vill hafa fjármagnskostnaðinn svo óbærilegan eða er það bara vitlaus efnahagsstjórn? Er það djúpríkið sem vill halda í íslensku krónuna?

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus