fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

B-keppnin og Bjórdagurinn – í sömu viðburðaríku vikunni

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 21:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rifjast upp gullnar stundir íslensku þjóðarinnar fyrir þrjátíu árum – miðað við barlóminn þessa dagana mætti halda að allt hafi verið betra þá. En það var í sömu vikunni að Íslendingar unnu B-keppnina í handbolta og bjórinn kom loks til landsins. Þetta eru næstum svona dagar þar sem allir (þálifandi) Íslendingar muna hvar þeir voru.

26. febrúar 1989 sigruðu Íslendingar Pólverja 29-26 úrslitaleik B-keppninnar í Bercy höllinni í París. Þetta þótti ótrúlegur árangur, það var eins og við hefðum orðið heimsmeistarar,  og menn voru ekki að setja það fyrir sig þótt öll betri liðin hefðu keppt í A-keppninni. Það var þjóðhátíð á Íslandi og atvik úr leiknum voru sýnd aftur og aftur í sjónvarpi. Þetta var á tíma Bogdans – hann varð söguleg persóna á Íslandi, hvarvetna voru sagðar sögur af heraganum sem þessi pólski handboltaþjálfari aðhylltist.

Og svo litlu síðar rann upp bjórdagurinn – Íslendingar urðu þjóð meðal þjóða, hættu að vera eina þjóðin í heiminum sem bannaði þegnum sínum að drekka bjór – fyrir utan lönd þar sem trúarofstækismenn ráða ríkjum.

En á þeim árum var talið að hollara væri fyrir þjóðina að drekka sterkt áfengi. Annars gæti það farið svo að Íslendingar leggðust í dagdrykkju, væru alltaf rakir. Betra að vera útúrdrukkinn af vodka og brennivíni um helgar. Þetta var neyslustýring í lagi.

Á þessum tíma var Ísland helst í fréttum í útlöndum vegna þriggja hluta: Banns við hundahaldi, fáránlega hárrar verðbólgu og bjórbannsins. Á fáum árum hvarf þetta allt. Þegar bjórinn var leyfður streymdu erlendir fréttamenn til landsins til að fylgjast með þessum furðum.

Núorðið finnst okkur bjórbannið bara undarlegt. Og við myndum ekki fagna mikið þótt við sigruðum í B-keppni. Við höfum verið með í A-keppnunum bæði í handbolta og fótbolta og lítum helst ekki á okkur sem smáþjóð. Þess verður að minnsta kosti ekki oft vart að Íslendingar telji sig þurfa að læra af öðrum þjóðum – við trúum mjög á sérsniðnar lausnir og kerfi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“

Hannes Hólmsteinn sakar Gunnar Smára um að vera Steinunn Ólína – „Þú ert svo illa að þér og ólæs“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórmerkileg klíka; Morgunblaðið – Katrín Jakobsdóttir – Sjálfstæðisflokkurinn