fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Fylgisrýr Miðflokkur verður stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu

Egill Helgason
Föstudaginn 22. febrúar 2019 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn er nú orðinn stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu, þetta gerist eftir að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru gengnir í hann. Þingmenn flokksins eru þá orðnir 9 talsins, næststærst er Samfylkingin með 7 þingmenn.

Nú getur verið ansi erfitt að halda Miðflokknum frá því að fá formennsku í þingnefnd – eins og alþjóð veit missti Bergþór Ólason formennskuna í samgöngunefnd nýskeð. En Miðflokkurinn stækkar náttúrlega í skjóli Klaustursmálsins – eins og er mikil reisn yfir því –  og með inngöngu þeirra tveggja úr Flokki fólksins er þess ekki að vænta að sambúðin innan stjórnarandstöðunnar batni.

Ætli megi ekki fremur tala um fullan fjandskap í því sambandi? En plottið með Klausturfundinum, að fá Ólaf Ísleifsson og Karl Gauta í Miðflokkinn, gekk semsagt upp að lokum.

Samkvæmt síðasta þjóðarpúlsi Gallups sögðust 6 prósent ætla að kjósa Miðflokkinn en 19 prósent Samfylkinguna. Stærðin inni á þingi er ekki alveg í samræmi við stöðuna úti í samfélaginu.

Ég vísa í grein sem ég birti hér á vefnum í dag um hver þróunin kynni að vera ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur næði ekki að lifa af hinar hörðu kjaradeilur. Ég nefndi að vinstri stjórnin 1956-1958 hefði fallið vegna kjaramála og átaka við verkalýðshreyfinguna en það gerði líka vinstri stjórnin 1971-74. Hana sprengdu verkalýðsforingjarnir Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson.

Í bæði skiptin tóku við stjórnir til hægri sem þraukuðu lengur.

En nú er semsagt kominn upp á þingi möguleikinn á að mynda þriggja flokka ríkisstjórn til hægri. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Miðflokkur gætu tekið höndum saman og myndað ríkisstjórn með 33 þingmönnum.

Málefnalega ætti það varla að vera svo erfitt – flokkarnir eiga samleið varðandi alþjóðamál flest, ESB nokkurn veginn, íslensku krónuna, sjávarútvegsmál, landbúnaðinn – en það sem stendur í veginum er persónuleg togstreita, óvild og harmur.

Ekki ætla ég samt að spá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sé að komast að falli. Milli hennar og Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar virðist vera nokkuð gott traust. En möguleikinn er alltaf sá að bakland VG bresti ef átökin við verkalýðshreyfinguna verða mjög hörð. Það er nánast óhugnanlegt að heyra hvernig margt fólk á vinstri væng leyfir sér að tala um Katrínu, lítilsvirðinguna og heiftina.

En hinn möguleikinn er semsagt til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki