fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Bruno Ganz – evrópskur leikari

Egill Helgason
Laugardaginn 16. febrúar 2019 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Ganz var stórkostlegur og fjölhæfur leikari. Að hugsa sér – kannski verður hans lengst minnst fyrir að hafa á gamals aldri leikið Hitler í kvikmyndinni sem á ensku heitir Downfall? Og í atriðum sem er búið að snúa út úr milljón sinnum á YouTube.

En ég er ekki viss um að þannig vilji ég muna hann.

Hlutverkin eru ótalmörg: Hann var dauðveiki innrammarinn sem þurfti að útvega peninga svo fjölskylda hans gæti lifað  í Ameríska vininum eftir Wenders, lék þar á á móti Dennis Hopper sem var í svo annalegu ástandi að hann var í stöðugri gæslu geðlæknis – lækninum kynntist ég síðar, hann er vinur minn frá Grikklandi og skrifaði skáldsögu sem er byggð á þessum dæmalausu kvikmyndatökum.

Þetta var tími þýsku nýbylgjunnar – maður stóð á öndinni yfir henni á síðari hluta áttunda áratugarins.

Ganz var annar engillinn í Himninum yfir Berlín – hinni ljóðrænu mynd sem líka var gerð af Wenders.  Hann var í útgáfu Werners Herzog af drakúlasögunni Nosferatu, lék þar Jónatan Harker, unga manninn sem tekst á hendur ferðalag til Karpatafjalla. Hann lék í Greifynjunni af O eftir Eric Rohmer.

Hann lék í myndunum Augnaráð Odysseifs og Eilífð og dagur eftir gríska leikstjórann Theo Angelopoulos – báðar myndirnar fengu stór verðlaun í Cannes á sínum tíma. Angelopoulos dó fyrir nokkrum árum þegar mótorhjól ók á hann þar sem hann var við kvikmyndatöku – hann var grískur kvikmyndagerðarmaður en vildi ekki sjá bláa liti í myndunum sínum.

Svo kom Ganz hann fram í Börnum náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson. Það spratt upp úr því að hann var hér gestur á kvikmyndahátíð. Þá kynntist ég honum aðeins. Hann vikaði eins og heillandi maður, dró að sé athyglina hvert sem hann fór, en þó var eins og hann hefði ekki alveg auðvelt skap.

Bruno Ganz var Svisslendingur, fæddur í Zürich 1941. En á ferli sínum gat hann flakkað milli landa, í huga manns er hann ekki síst evrópskur leikari, myndirnar sem hann kom fram í voru þýskar, franskar, ítalskar, grískar – og svo átti hann líka sín hlutverk í bandarískum myndum þótt hann starfaði ekki í Hollywood. Maður man fyrst eftir honum í The Boys from Brazil þar sem hann lék á móti Sir Laurence Olivier.

Í Þýskalandi naut hann slíkrar virðingar að hann var fékk að bera Iffland-hringinn. Sagan í kringum hann er dálítið einkennileg, en hefðin segir að handhafi hans teljist vera mikilvægasti leikari í þýskumælandi leikhúsi. Ganz byrjaði feril sinn í leikhúsi, lék meðal annars í verkum eftir Thomas Bernhard, þann vanmetna snilling, en líka klassísk hlutverk eins og í frægum uppfærslum á Fást og Ödipusi. Hann var vann mikið með Peter Stein, einum frægasta leikhúsmanni Þýskalands í leikhúsinu Schaubühne – fræg útgáfa af Fást sem Ganz lék í tók allt í allt sólarhring í flutningi.

Ungur lék hann elskhuga en undir lokin var hann farinn að leika gamla menn, Sigmund Freud í mynd sem nefnist Tóbakssalinn og gerist í Vín stuttu fyrir stríð og svo hinn geðstirða en hjartahlýja afa Heiðu í mynd sem er byggð á barnasögunni frægu. Bruno Ganz andaðist í dag í  Zürich úr krabbameini.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins