fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Egill Helgason
Föstudaginn 15. febrúar 2019 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í miðbæ Reykjavíkur um  1970. Úr bókinni Reykjavík – a Panorama in Four Seasons sem gefin var út 1974. Höfundurinn var merkur ljósmyndari, Gunnar Hannesson, sem var þekktur fyrir myndir sínar af íslenskri náttúru. Við sjáum líka hvað þetta er fallega uppbyggð mynd. Hún er greinilega tekin af Arnarhóli – sýnir Hafnarstrætið og inn í Pósthússtræti. Dýptin í hennni blekkir mann dálítið, sum húsin virka nær en þau eru í raun og veru. Hérna má fræðast aðeins um Gunnar.

Það var mikið lagt í þessa bók, sjálfur Jökull Jakobsson skrifaði innganginn, en Iceland Review gaf út.

 

 

Það er margt forvitnilegt við þessa mynd. Hún sýnir svæðið þar sem nýbyggingar Hafnartorgs hafa risið nú síðustu misseri.

Húsin fremst á myndinni eru öll horfin, þau voru annað hvort rifin eða flutt á annan stað. Þarna voru Bifreiðar & landbúnaðarvélar á sínum tíma – telst varla mjög miðbæjarsækin starfsemi núorðið –  Ziemsen sem var kölluð „járnvöruverslun“. Þetta hús var flutt á Grófartorg og gert fallega upp – stendur þar með prýði.

Bak við var Borgarbílastöðin, sést ekki í hana. Misjafnt orð fór af Borgarbíl, eins og stöðin var kölluð í daglegu tali. Þar var sagt að væri auðveldast að panta „góðan bíl“ – semsé leigubílsstjóra sem seldi áfengi á svörtum markaði að næturþeli.

Veitingahúsið Sælkerinn var þarna fyrir aftan, í húsi sem er nýbúið að endurbyggja og er hluti af býsna fallegu bogalaga húsi sem stendur fyrir endanum á Hafnarstræti. Sælkerinn var með fyrstu stöðum sem seldu hamborgara og franskar. Slík fæða var ekki hversdagsmatur á Íslandi þá.

Ég segi ekki að ég hafi lifað tíma mikils skorts, en franskar kartöflur þóttu svo fínar að á vorin þegar við kláruðum prófin fórum við vinur minn á Sælkerann og fengum okkur skammt af frönskum til að halda upp á það. Borðuðum þær með mikilli  tómatssósu.

Það var mikil hátíð. Ég man ennþá bragðið af frönsku kartöflunum á þessum stað.

Bókabúð Braga er á horninu á Hafnarstræti og Lækjargötu. Þar var mikil miðstöð verslunar með dönsku blöðin sem síðar lifðu aðallega í nafni hljómsveitarinnar Ný-dönsk.

Við sjáum svo að innar stendur enn Ingólfshvoll á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Það var rifið um 1970 til að rýma fyrir nýbyggingu Landsbankans. Ingólfshvoll skemmdist í brunanum 1915 en var endurbyggður – virðist hafa verið nokkuð formfagurt hús með sérstæðum turnsvölum.

Yfir þessu gnæfir svo merki Morgunblaðsins – sem er horfið – og hið sama á við um merki Eimskipafélags Íslands, hakakrossinn, sem trónir þarna yfir. Það hefur sennilega þurft þó nokkra þrjósku til að hafa merkið þarna um langt árabil og vera þá sífellt að benda á að hakakross Eimskipafélagsins snúi öðruvísi en hakakross nasistanna.

En nú er búið að setja hakakrossinn bak við merki hótels sem þarna starfar – hann mun þó ekki hafa verið falinn heldur einungis falinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins